Heim Fréttir Sýningar hefjast í dag á "Out of Thin Air"

Sýningar hefjast í dag á „Out of Thin Air“

-

Rammi úr Out of Thin Air.

Kvikmyndin Out of Thin Air var frumsýnd í gærkvöldi í Bíó Paradís í Reykjavík, en myndin fjallar um hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. RÚV segir frá og ræðir við stjórnanda myndarinnar, Dylan Howitt.

Myndin er framleidd af Saga Film og Mosaic Films í London og er byggð á frásögnum þeirra sem upplifðu atburðarásina. Hún er byggð að hluta til á gömlu myndefni frá áttunda áratugnum, en einnig á nýjum leiknum atriðum.

Leikstjóri myndarinnar Dylan Howitt segir það koma erlendum áhorfendum á óvart að atburðir af þessu tagi skuli hafa geta gerst á Íslandi.

„Fyrst má nefna ráðgátuna, þessa myrku ráðgátu. Hvað kom fyrir þessa tvo menn? Sem hurfu við undarlegar aðstæður. Og því meira sem maður grefst fyrir um það, tekur við ráðgátan um sexmenningana sem voru dæmdir,“ segir Howitt. Jafnframt segir hann að þáttur Gísla Guðjónssonar um falskar minningar sé afar áhugaverður. Að auki segir hann málið afar sérkennilegt: „Það er ekkert lík, engar réttarlæknisfræðilegar vísbendingar, engin vitni. Og svo miklar getgátur að undarlegar sögur fara á kreik, undarlegar játningar og skrýtnar kenningar um hvað henti. Það var sá dularfulli þáttur sem ég vildi að kæmi fram í myndinni.“

„Margir koma af því að þeir hafa áhuga á frásögnum af sönnum sakamálum. En þegar þeir sjá myndina verður þeim um og ó, að svona lagað, mögulega réttarmorð, skyldi hafa gerst hér. Fólk sér Ísland fyrir sér sem mjög gott land, frjálslynt og jafnréttissinnað, sem það er auðvitað. En verður undrandi og fyrir áfalli þegar eitthvað í þessa veru, eins og mögulega misnotkun á valdi, og svo hin langa einangrun og jafnvel pyntingar og beiting lyfja. Að slíkt gæti gerst á stað eins og Íslandi,“ segir Howitt.

Myndin hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kanada og á Englandi, en verður sýnd á BBC á mánudaginn, og á RÚV og Netflix í september.

Sjá nánar hér: Out of Thin Air frumsýnd á Íslandi

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.