Heim Fréttir Sjónvarpsmyndin "Líf eftir dauðann" sýnd í tveimur hlutum um páska á...

[Stikla] Sjónvarpsmyndin „Líf eftir dauðann“ sýnd í tveimur hlutum um páska á RÚV

-

Björn Jörundur í Líf eftir dauðann.

Þættirnir Líf eftir dauðann verða frumsýndir á RÚV um páskana, en þar leikur Björn Jörundur Friðbjörnsson miðaldra poppara sem á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, en allt fer úr skorðum þegar móðir hans deyr. Leikstjóri er Vera Sölvadóttir og semur hún einnig handrit ásamt Lindu Vilhjálmsdóttur. Stikla verksins hefur verið opinberuð.

Í frétt á vef RÚV er verkinu svo lýst:

Það fer allt úr skorðum í litlum bæ úti á landi þegar fyrirmæli koma af æðstu stöðum úr borginni um að flýta jarðarför eldri konu sem dó daginn áður og verið er að kryfja. Sonur hennar, miðaldra poppari, er á leiðinni til Lettlands til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd þegar móðir hans deyr skyndilega. Hann er ógiftur og barnlaus, einkasonur móður sinnar og tæpur á taugum eftir áfengismeðferð. Hann verður miður sín af sorg og vill hætta við keppnina til að jarða móður sína. Þá brestur á hið þekkta íslenska „reddum því syndróm“  – og hringt er í æðstu menn þjóðfélagsins til að bjarga málum.

Það er hins vegar fólkið í litla bænum sem situr í súpunni og myndin er um það hvernig þau reyna sitt besta til, en beita samt ýmsum vafasömum ráðum, til að redda málunum þegar þessi skyndi jarðarför setur þéttskipaða dagskrá þeirra í lífsgæðakapphlaupinu í uppnám. Tilfinningin sem situr eftir í sögulok er að í neyslusamfélagi nútímans sé hvorki tími né pláss fyrir dauðann.

Gert hefur verið tónlistarmyndband við lagið „You Need To Know“, sem er Eurovision framlag Íslands í þáttunum og má einnig sjá það fyrir neðan.

Sjá nánar hér: Eurovision drama í íslenskum smábæ

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.