HeimEfnisorðSíðasta veiðiferðin

Síðasta veiðiferðin

Hvernig gera skal fjórar bíómyndir á tveimur árum samkvæmt Markelsbræðrum

Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson hafa á síðustu tveimur árum sent frá sér fjórar bíómyndir sem allar hafa notið velgengni í kvikmyndahúsum þrátt fyrir heimsfaraldur. Hverskonar reynsla var þetta og hvað nú?

Innlendur bíó- og sjónvarpsannáll 2020

Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.

Þrjár íslenskar kvikmyndir í sjónvarpi yfir jólin

Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.

SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN endurgerð í Rúmeníu

Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, hafa skrifað undir samning við rúmenska framleiðslufyrirtækið Midnight Sun Film um endurgerð kvikmyndar þeirra, Síðasta veiðiferðin. Fyrirhugað er að tökur í Rúmeníu hefjist síðla árs.

Media Move sér um sölu og endurgerðarrétt á SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINNI á heimvísu

Pólska sölufyrirtækið Media Move hefur tryggt sér heimssölurétt á Síðustu veiðiferðinni eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson. Þetta var tilkynnt á hátíðinni í Haugasundi í dag, en myndin er sýnd þar í Nordic Focus flokknum. Nordic Film and TV News greinir frá.

Aðsókn | AMMA HÓFÍ yfir sextán þúsund gesti eftir fjórðu helgi

Amma Hófí er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi með vel yfir sextán þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er í fimmta sæti og er að detta í 33 þúsund gesti. Reikna má með því að síðar í mánuðinum hafi fleiri séð þessar tvær myndir samanlagt en nam allri aðsókn á íslenskar bíómyndir í fyrra.

Aðsókn | AMMA HÓFÍ með hátt í fjórtán þúsund gesti eftir þriðju helgi

Amma Hófí er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi með hátt í fjórtán þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er áfram í fjórða sæti með hátt í 32 þúsund gesti.

Aðsókn | AMMA HÓFÍ yfir tíu þúsund gesti, SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN yfir þrjátíu þúsund

Amma Hófí eftir Gunnar Björn Guðmundsson er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi með rúmlega tíu þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er í fjórða sæti og er komin yfir þrjátíu þúsund gesta markið.

Aðsókn | AMMA HÓFÍ opnar í fyrsta sæti

Amma Hófi eftir Gunnar Björn Guðmundsson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Síðasta veiðiferðin er í þriðja sæti, en Mentor í því átjánda.

Aðsókn | SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN komin yfir 27 þúsund gesti, MENTOR í níunda sæti eftir frumsýningarhelgina

Eftir sautjándu sýningarhelgi (þar af ellefu helgar í sýningum) er Síðasta veiðiferðin nú í öðru sæti aðsóknarlistans, eftir að hafa verið efst frá frumsýningu í mars. Mentor eftir Sigurð Anton Friðþjófsson er í 9. sæti eftir frumsýningarhelgina.

Viðhorf | Þegar íslenska alþýðukómedían sneri aftur

Útlit er fyrir að 2020 verði ár gríns og glens í íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum og veitir kannski ekki af á þessum síðustu og verstu.

Markelsbræður um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Fólk þyrstir í að hlæja

Nordic Film and TV News ræðir við Markelsbræður um velgengni Síðustu veiðiferðarinnar, en myndin er nú kynnt á markaðinum í Cannes sem fram fer á netinu og tekur þátt í Kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í ágúst.

Aðsókn | SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN nálgast 26 þúsund gesti

Eftir sextándu sýningarhelgi (þar af tíu helgar í sýningum) er Síðasta veiðiferðin enn á toppi aðsóknarlistans þar sem hún hefur verið frá frumsýningu í byrjun mars. Aðsókn nálgast 26 þúsund gesti.

Aðsókn | SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN með yfir 24 þúsund gesti

Eftir fimmtándu sýningarhelgi (þar af níu helgar í sýningum) er Síðasta veiðiferðin enn á toppi aðsóknarlistans þar sem hún hefur verið frá frumsýningu í byrjun mars. Nú hafa yfir 24 þúsund gestir séð myndina.

Aðsókn | SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN enn vinsælasta myndin

Eftir fjórtándu sýningarhelgi (þar af átta helgar í sýningum) er Síðasta veiðiferðin enn á toppi aðsóknarlistans þar sem hún hefur verið frá frumsýningu í byrjun mars. Nú hafa yfir 22 þúsund gestir séð myndina.

Menningarsmygl um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Ferskur andblær í okkar ágæta kvikmyndasumar

"Einfaldlega ein besta íslenska mynd síðustu ára og ég get ekki beðið eftir að senda gagnrýnendavini mína erlendis á hana þegar hún fer á flakk," segir Ásgeir H. Ingólfsson á Menningarsmyglinu um Síðustu veiðiferðina eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson.

Aðsókn | SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN með rúmlega 40% heildaraðsóknar fyrstu vikuna eftir opnun bíóanna

Síðasta veiðiferðin er enn í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir að kvikmyndahúsin opnuðu á nýjan leik þann 4. maí síðastliðinn og nam aðsókn á myndina yfir 40% heildaraðsóknar í bíóin í vikunni.

Menningin um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Litlir hrútar á lækjarbakka

"Taumlaus galsagangur og skemmtileg gróteska," segir Brynhildur Björnsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar um Síðustu veiðiferðina eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson.

Markelsbræður ræða ferilinn

Þeir Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson fara yfir ferilinn allt til Síðustu veiðiferðarinnar í ítarlegu spjalli við Atla Hergeirsson sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Leikfangavélin.

Aðsókn | SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN enn á toppnum eftir þriðju helgi, hlé á sýningum vegna faraldursins

Síðasta veiðiferðin er áfram í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi. Gestir á myndina eru um fjórðungur heildaraðsóknar síðustu viku, sem dróst þó verulega saman í kjölfar takmarkaðs samkomubanns. Á morgun skellur á enn þrengra samkomubann sem þýðir að kvikmyndahúsin loka. Framleiðendur myndarinnar segja sýningar hefjast aftur þegar bíóin opna á ný.

Viðmælendur Lestarklefans um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Aldrei séð svona nekt í íslenskri kvikmynd

Það vakti athygli viðmælenda Lestarklefans á Rás 1 hve langt er gengið í nektarsenum karla í Síðustu veiðiferðinni, nýrri íslenskri gamanmynd, en myndin er margbrotnari en í fyrstu blasir við.

Lestin um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Farsakennd fyllirísferð sem fjarar út þegar á líður

"Síðasta veiðiferðin á sína spretti. Brandararnir eru þó misgóðir og þegar upp er staðið er það einvalalið leikara sem heldur henni uppi," segir Gunnar Theodór Eggertsson á Lestinni um kvikmynd Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarsonar.

Vísir um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Tár, bjór og typpalingar

"Alltaf gaman að sjá kvikmyndir sem einungis eru gerðar til að skemmta Íslendingum. Síðasta veiðiferðin er ein slík og ættum við að taka henni opnum örmum," segir Heiðar Sumarliðason á Vísi um kvikmynd Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarsonar.

Örn Marinó og Þorkell um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Konurnar hlæja langhæst

„Við erum búinir að taka nokkrar prufusýningar og þá er það bara þannig að konurnar öskra úr hlátri,“ segir Örn Marinó.  „Já, þær hlæja hæst,“ bætir Þorkell við í spjalli við Bergstein Sigurðsson í Menningunni á RÚV um Síðustu veiðiferðina.

Sýningar á SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINNI hefjast í dag

Almennar sýningar á kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson hefjast í dag og er myndin sýnd í Laugarásbíói, Senubíóunum og Sambíóunum Keflavík.

Markelsbræður um miðaldra karla í krísu

Þor­kell Harðar­son og Örn Marinó Arnar­son segjast hafa mætt á­kveðnum efa­semdum þegar þeir kynntu efni kvik­myndar sinnar, Síðustu veiði­ferðarinnar, enda fjalli hún um mið­aldra karl­menn í krísu. Þetta og margt annað ræða þeir í viðtali við Fréttablaðið.

[Stikla, plakat] SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN frumsýnd 6. mars

Stikla kvikmyndarinnar Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin verður frumsýnd 6. mars.

Markelsbræður gera „Síðustu veiðiferðina“

Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, tóku upp sína fyrstu leiknu bíómynd í sumar og kallast hún Síðasta veiðiferðin. Áætlað er að frumsýna myndina á fyrstu mánuðum næsta árs.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR