HeimEfnisorðBaldvin Z

Baldvin Z

Sjónvarp Símans kaupir sýningarrétt á væntanlegri þáttaröð Baldvins Z

Sjónvarp Símans hefur tryggt sér sýningarréttinn á sjónvarpsþáttaröð sem Baldvin Z og samstarfsfólk hans er með í undirbúningi. Þættirnir verða 13 og er fyr­ir­hugað að serí­an verði til­bú­in eft­ir tvö til þrjú ár.

„Allar leiðir lokaðar“, heimildamynd um gerð „Ófærðar“

RÚV frumsýnir þáttaröðina Ófærð þann 27. desember næstkomandi. Í heimildamynd um gerð þáttaraðarinnar er skyggnst á bakvið tjöldin við gerð hennar. Meðal þeirra sem er rætt er við eru Sigurjón Kjartansson, Baldvin Z, Baltasar Kormákur, Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og fleiri.

Sölufyrirtækið Red Arrow selur „Rétt“ á heimsvísu

Þýska sölufyrirtækið Red Arrow International mun annast alþjóðlega sölu á þáttaröðinni Réttur 3 sem Sagafilm framleiðir og Baldvin Z leikstýrir. Sýningum á þáttaröðinni er nýlokið á Stöð 2.

„Réttur 3“ – ný stikla hér

Þriðja umferð af þáttaröðinni Réttur fer í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Baldvin Z leikstýrir þáttunum. Ný stikla hefur verið opinberuð og má sjá hana hér.

Baldvin Z: „Réttur 3“ um persónur frekar en atburði

Um miðjan október hefjast á Stöð 2 sýningar á þáttaröðinni Réttur 3 sem Baldvin Z leikstýrir og Sagafilm framleiðir. Baldvin er í viðtali við Drama Quarterly þar sem hann fer yfir tilurð verksins og vinnuna.

Gagnrýnandi sænska sjónvarpsins hrósar „Vonarstræti“

Einn kunnasti gagnrýnandi Svía Fredrik Sahlin, sem um árabil hefur fjallað um kvikmyndir hjá SVT (sænska ríkissjónvarpinu), segir Vonarstræti "perluna í stórmyndamyrkri sumarsins." Sýningar á myndinni hófust í dag í sænskum bíóum.

„Vonarstræti“ sýnd í sænskum kvikmyndahúsum

Sýningar á Vonarstræti Baldvins Z hefjast í Svíþjóð á morgun. Njuta Films dreifir myndinni sem þegar hefur fengið góðar móttökur gagnrýnenda.

Tökur hafnar á þriðju þáttaröð „Réttar“

Tökur hófust í gær á þriðju umferð þáttaraðarinnar Réttur. Baldvin Z leikstýrir eftir handriti Þorleifs Arnarssonar og Andra Óttarssonar. Sagafilm framleiðir en um 200 leikarar og fimmtíu manna tökulið vinnur að verkefninu. Tökur standa fram í júlí.

„Vonarstræti“ sýnd í Danmörku, fær ágætis umsagnir

Almennar sýningar á Vonarstræti hefjast í dönskum kvikmyndahúsum á morgun, en myndin er sýnd undir heitinu De små ting eða Litlu hlutirnir. Myndin fær almennt ágætar umsagnir í dönsku pressunni.

„Vonarstræti“ valin besta myndin á Febiofest í Prag

Vonarstræti Baldvins Z var valin besta myndin á Febiofest kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Prag í Tékklandi 19. – 27. mars. Myndin tók þátt í aðalkeppni hátíðarinnar er nefnist „New Europe“ og varð þar hlutskörpust gegn 11 öðrum kvikmyndum. Baldvin var sérstaklega boðið af aðstandendum á hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.

Baldvin Z á mála hjá Paradigm umboðsskrifstofunni

Baldvin Z hefur gert samning við bandarísku umboðsskrifstofuna Paradigm. Variety skýrir frá þessu og nefnir einnig að hugmyndir séu uppi um að endurgera Vonarstræti í sjónvarpsþáttaformi.

Tökur á „Ófærð“ hafnar á Siglufirði

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð eru hafnar á ný og fara nú fram á Siglufirði. Áður höfðu tökur farið fram í Reykjavík og nágrenni en hlé var gert fyrir jól.

Baldvin Z stýrir „Rétti 3“

Þriðja serían af sakamálaþáttunum Réttur hefst á Stöð 2 í haust og mun Baldvin Z leikstýra þáttunum. Handritið skrifa þeir Þorleifur Örn Arnarson og Andri Óttarsson. Sagafilm framleiðir.

Von um Óskarstilnefningu?

Vonarstræti er talin eiga einhverja möguleika á að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna ef marka má Scott Feinberg sem sérhæfir sig í verðlaunaspekúleringum hjá Hollywood Reporter.

„Vonarstræti“ besta frumraunin á Tallinn Black Nights

Vonarstræti Baldvins Z var valin besta frumraunin á Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í Eistlandi. Myndin tók þátt í Tridens keppni hátíðarinnar, sem er ætluð fyrstu eða annarri kvikmynd leikstjóra frá Eystrasalts- og Norðurlöndunum. Að launum hlutu aðstandendur verðlaunagrip og 5000 evra vinningsfé sem leikstjóri og framleiðendur deila með sér.

„Vonarstræti“ vinnur aðalverðlaunin á Norrænum bíódögum í Lübeck

Hinum árlegu Norrænu bíódögum er að ljúka í Lübeck í Þýskalandi og rétt í þessu var tilkynnt að Vonarstræti eftir Baldvin Z. hefði unnið aðalverðlaun hátíðarinnar, NDR Film Prize.

„Vonarstræti“ vel tekið í Toronto

Vonarstræti Baldvins Z tekur nú þátt í kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur fengið þar fínar viðtökur mestanpart eins og sjá má á ummælum ýmissa.

„Vonarstræti“ og stuttmyndirnar „Tvíliðaleikur“ og „Sjö bátar“ keppa á Toronto

Vonarstræti í leikstjórn Baldvins Z og stuttmyndinrar Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason og Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur verða fulltrúar Íslands á Toronto hátíðinni sem hefst á fimmtudag.

Heimildamynd Baldvins Z „Reynir sterki“ í tökum frá 7. júlí

Baldvin Z er að hefja tökur á heimildamyndinni Reynir sterki. Myndin fjallar um ævi Reynis Arnars Leóssonar, sem var betur þekktur sem Reynir sterki. Zetafilm, fyrirtæki Baldvins, framleiir myndina með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Harmageddon: Allt gengur upp í Vonarstræti

Lofsamlegar umsagnir um Vonarstræti halda áfram að birtast, að þessu sinni á vef útvarpsþáttarins Harmageddon, sem til sýnis er á Visi. Ragnar Trausti Ragnarsson, gagnrýnandi þáttarins, gefur myndinni fimm stjörnur og segir íslenska kvikmyndagerð standa á tímamótum með þessari mynd.

Vonarstræti og vonirnar

VIÐHORF | Vonarstræti hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda sem og fjölda fólks sem hafa séð myndina á forsýningum undanfarna daga og margir í bransanum bíða spenntir eftir aðsóknartölum helgarinnar, ekki aðeins aðstandendur myndarinnar, segir Ásgrímur Sverrisson.

Fréttablaðið: Engir veikir hlekkir í Vonarstræti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir gagnrýnandi Fréttablaðsins sparar ekki hástigs lýsingarorðin í hrifningu sinni á Vonarstræti Baldvins Z og hikar ekki við að kalla hana "bestu íslensku kvikmynd sögunnar."

Morgunblaðið: Vonarstræti vísar bjartan veg til framtíðar

Hjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins gefur Vonarstræti fjóra og hálfa stjörnu í umsögn sinni og segir myndina hörkuspennandi og átakanlega samtímasögu um óvægna fortíðardrauga, sársaukafull leyndarmál og mögulega syndaaflausn.

Gagnrýni | Vonarstræti

"Vonarstræti fjallar um tiltölulega nýskeða fortíð sem við höfum samt gleymt glettilega miklu um. Sögusviðið er Reykjavík góðærisins – líklega 2005 eða 2006 – og í baksýnisspegli hrunsins hefur þetta tímabil oft verið málað öllu sterkari litum en raunin var. En myndin forðast þær klisjur og birtir okkur ágætlega sannfærandi mynd af árunum fyrir hrun," segir Ásgeir Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni um myndina.

Frá frumsýningu „Vonarstrætis“

Skoðaðu stutt innslag frá frumsýningu Vonarstrætis sem fram fór í Háskólabíói þann 7. maí s.l. Rætt er við Baldvin Z leikstjóra, Þorstein Bachman leikara og ýmsa gesti.

Bíófíkill: Galdur trúverðugleikans í „Vonarstræti“

Tómas Valgeirsson á vefnum Bíófíkill skrifar umsögn um Vonarstræti Baldvins Z. og er mjög sáttur, segir meðal annars aðalpersónurnar "lagðar út sem þrívíðar, trúverðugar, misgallaðar manneskjur sem feisa fortíð, nútíð og framtíð á ólíku leveli."

Baldvin Z: Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann

Baldvin Z., leikstjóri Vonarstrætis, er í viðtali í Fréttablaðinu og ræðir þar um myndina, feril sinn og mótunarár. Almennar sýningar á myndinni hefjast þann 16. maí en myndin var forsýnd miðvikudaginn 7. maí síðastliðinn og hefur hlotið mikið lof.

Plaköt „Vonarstrætis“ afhjúpuð

Þrjú plaköt kvikmyndarinnar Vonarstræti, sem væntanleg er 16. maí, hafa litið dagsins ljós. Hvert þeirra prýðir ein þriggja aðalpersóna myndarinnar.

Fyrsta sýnishorn af „Vonarstræti“ er hér

Vonarstræti eftir Baldvin Z er væntanleg á þessu ári. Myndin gerist 2006 og segir af lífi þriggja ólíkra persóna hvers líf skarast á "góðæristímanum".

Í fiskabúrinu með Baldvini Z

Í ítarlegu viðtali ræðir Baldvin Z leikstjóri um tilurð og vinnslu Vonarstrætis sem og feril sinn í bransanum. Vonarstræti er væntanleg á næsta ári.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR