Baldvin Z: Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann

Baldvin Zohoníasson leikstjóri.
Baldvin Zohoníasson leikstjóri.

Baldvin Z., leikstjóri Vonarstrætis, er í viðtali í Fréttablaðinu og ræðir þar um myndina, feril sinn og mótunarár. Almennar sýningar á myndinni hefjast þann 16. maí en myndin var forsýnd miðvikudaginn 7. maí síðastliðinn og hefur hlotið mikið lof.

Daginn eftir forsýningu á Vonarstræti viðurkennir Baldvin að hann sé eiginlega alveg tómur, en um leið hamingjusamur og þakklátur, enda hafi viðtökurnar við myndinni farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég er í allan dag búinn að vera að reyna að setja status á Facebook til að þakka fyrir mig. Búinn að skrifa hann fjórum sinnum en ég get bara ekki komið því nógu sterkt að hvað ég er þakklátur og ánægður svo ég hef ekki birt hann.“

Sjá viðtalið hér: Vísir – Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann.

TENGT EFNI

[Stikla, plakat] ÍSLAND: BÍÓLAND hefst á RÚV 14. mars

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma. Þættirnir hefja göngu sína í RÚV sunnudaginn 14. mars. Stikla og plakat þáttanna hafa verið opinberuð.

Háskólayfirfærsla Kvikmyndaskóla Íslands í fullri vinnslu

Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu varðandi kvikmyndanám á haskólastigi þar sem segir meðal annars: "Samkvæmt fréttaflutningi RÚV og Listaháskóla Íslands má skilja að val hafi átt sér stað, við þá ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins heimila undirbúning samningagerðar við Listaháskólans um stofnun kvikmyndadeildar við skólann. Þetta er kynnt eins og úthlutun hafi átt sér stað eftir keppni. Þetta er misskilningur."