spot_img
HeimEfnisorðZik Zak kvikmyndir

Zik Zak kvikmyndir

Þáttaröðin AFTURELDING fær um 20 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Afturelding hlaut á dögunum um 20 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Zik Zak framleiðir þættina sem fara í tökur í haust og verða sýndir á RÚV á næsta ári.

LAST AND FIRST MEN eftir Jóhann Jóhannsson sýnd í Berlín, Films Boutique selur á heimsvísu

Þýska sölufyrirtækið Films Boutique selur kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, en myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni. Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak framleiðir.

„Pabbahelgar“: Blákaldur íslenskur raunveruleiki

Sýningar á þáttaröðinni Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur hefjast á RÚV á sunnudagskvöld, 6. október. Morgunútvarp Rásar 2 spjallaði við Nönnu Kristínu og Huldar Breiðfjörð sem einnig semur handrit ásamt Sólveigu Jónsdóttur. Zik Zak framleiðir þættina.

Þáttaraðirnar „Pabbahelgar“ og „Afturelding“ væntanlegar frá Zik Zak

Tvær þáttaraðir sem Zik Zak kvikmyndir framleiðir eru væntanlegar innan skamms, sú fyrri Pabbahelgar í haust og hin síðari Afturelding væntanlega á næsta ári. Kynningarstikla hinnar síðarnefndu er nýkomin út.

Ása Helga Hjörleifsdóttir kynnir „Svar við bréfi Helgu“ í Les Arcs

Ása Helga Hjörleifsdóttir mun kynna Svar við bréfi Helgu, nýtt verkefni sitt sem nú er í vinnslu, á samframleiðslumessunni sem fram fer á Les Arcs kvikmyndahátíðinni dagana 15.-22. desember næstkomandi.

„Andið eðlilega“ í aðalkeppni Sundance

Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni Sundance kvikmyndahátíðarinnar í janúar.

„Ég man þig“ seld um allan heim

Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur tilkynnt um sölur á Ég man þig Óskars Þórs Axelssonar víða um heim í kjölfar Cannes hátíðarinnar. Myndin fer meðal annars til Norður-Ameríku (IFC Films), Frakklands (Swift), Japans (Gaga), Rómönsku Ameríku (California Filmes) og Víetnam (Green Media).

Studiocanal kaupir Bretlandsréttinn á „Ég man þig“

Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur gengið frá sölu á dreifingarrétti í Bretlandi á kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, til Studiocanal. Einnig hefur myndin verið seld til þýskumælandi svæða, Ungverjalands og Tyrklands.

TrustNordisk höndlar „Ég man þig“

Danska sölufyrirtækið TrustNordisk mun sjá um sölu kvikmyndarinnar Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson á alþjóðavísu. Myndin er væntanleg á næsta ári. Zik Zak kvikmyndir og Sigurjón Sighvatsson framleiða.

Hjartnæm stund á Cannes

Börkur Gunnarsson skrifar fyrir Morgunblaðið um móttökur síðustu myndar Sólveigar Anspach, Sundáhrifanna á Cannes hátíðinni, þar sem hún hlaut SACD verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi myndina í Director's Fortnight dagskránni.

„Sundáhrifunum“ vel tekið á Cannes

Sundáhrifin, frönsk-íslensk kvikmynd Sólveigar Anspach heitinnar, var heimsfrumsýnd þann 17. maí á Cannes kvikmyndahátíðinni sem hluti af Director‘s Fortnight dagskránni og hlaut afar góðar viðtökur. Myndin var sýnd fyrir smekkfullum sal og að sýningu lokinni risu áhorfendur úr sætum sínum og veittu aðstandendum langt lófatak.

Zik Zak með Sólveigu og Ísold í Cannes

Zik Zak kvikmyndir er meðframleiðandi að mynd Sólveigar heitinnar Anspach, Sundáhrifin (The Together Project), sem sýnd er á Director's Fortnight í Cannes. Zik Zak kynnir einnig verk Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, sem fer í tökur í september.

Tökur á „Ég man þig“ hefjast í næsta mánuði, Ágústa Eva og Þorvaldur Davíð í aðalhlutverkum

Tökur á mynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, hefjast í næsta mánuði á Hesteyri á Vestfjörðum. Byggt er á samnenfdri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson fara með aðalhlutverkin. Zik Zak framleiðir ásamt Sigurjóni Sighvatssyni.

Tökum lokið á mynd Sólveigar Anspach, „Sundáhrifin“

Tökum á kvikmynd Sólveigar Anspach, Sundáhrifin eða L‘effet Aquatique, er lokið í Reykjavík. Áætlað er að frumsýna myndina snemma árs 2016.

Stikla „Z for Zachariah“ er komin

Þær streyma inn stiklurnar og nú er það Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir, Tobey Maguire og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt fleirum. Myndin var sýnd við góðar undirtektir á síðustu Sundance hátíð en verður frumsýnd 21. ágúst. Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine fara með aðalhlutverkin, Craig Zobel leikstýrir.

Óskar Þór Axelsson gerir „Ég man þig“

Óskar Þór Axelsson hefur fengið 90 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð til að gera spennumyndina Ég man þig eftir skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Sigurjón Sighvatsson og Zik Zak kvikmyndir framleiða.

„Hálendið“ Ragnars Bragasonar fær stuðning frá Nordic Genre Boost

Hálendið, eftir handriti og í leikstjórn Ragnars Bragasonar, er meðal sjö verkefna sem valin hafa verið á Nordic Genre Boost, sérstakt átaksverkefni Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.

„Z for Zachariah“ fær almennt góðar viðtökur á Sundance

Z for Zachariah í leikstjórn Craig Zobel var frumsýnd á Sundance hátíðinni um helgina og fjöldi gagnrýnenda hefur þegar tjáð sig um myndina. Viðbrögð eru mismunandi en fleiri eru ánægðir með myndina en ekki.

„Andið eðlilega“ Ísoldar Uggadóttur fær vilyrði 2016

Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, hefur hlotið 80 milljón króna vilyrði til framleiðslu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Lionsgate og Roadside Attractions dreifa „Z for Zachariah“

Bandarísku dreififyrirtækin Lionsgate og Roadside Attractions munu dreifa kvikmyndinni Z for Zachariah sem Skúli Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak kvikmyndum framleiða  í samvinnu við Tobey Maguire, Sigurjón Sighvatsson og fleiri aðila. Myndin verður frumsýnd á Sundance hátíðinni í lok janúar.

Staðfest: „Z for Zachariah“ meðal keppnismynda á Sundance

IndieWire var rétt í þessu að greina frá því hvaða 16 myndir taki þátt í keppnisflokknum US Dramatic Competition á Sundance hátíðinni sem fram fer í janúar næstkomandi. Z for Zachariah sem framleidd er af Zik Zak kvikmyndum er þar á meðal.

„Z for Zachariah“ á Sundance?

IndieWire birtir óskalista yfir 31 mynd sem þau vilja sjá á Sundance 2015 (vegna 31 árs afmælis hátíðarinnar). Meðal myndanna er Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir framleiða. Myndin er í leikstjórn Craig Zobel og með aðalhutverkin fara Margot Robbie, Chris Pine og Chiwetel Ejiofor.

Þórir Snær: Getum við opnað á líflega og gagnrýna umræðu?

Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi hjá Zik Zak kvikmyndum tjáir sig um pistil Friðrik Erlingssonar á Fésbók og segist fagna gagnrýninni umræðu um fagið. Hann bendir á Danir séu lausir við alla meðvirkni þegar kemur að gagnrýnni umræðu um kvikmyndir og sjónvarp og spyr hvort einhver möguleiki sé fyrir Íslendinga að opna á líflega umræðu á sama hátt.

Ný stikla með „Harry og Heimi“

Ný stikla úr bíómyndinni Harry og Heimir hefur litið dagsins ljós og gengur þar á ýmsu. Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson fara með helstu hlutverk en auk þeirra koma Svandís Dóra Einarsdóttir, Laddi, Ólafur Darri, Örn Árnason og margir fleiri við sögu. Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson, Zik Zak framleiðir og Sena dreifir. Myndin verður frumsýnd um páskana.

Margot Robbie í leikarahóp „Z for Zachariah“

Hin 23 ára Margot Robbie, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street eftir Martin Scorsese, mun fara með aðalhlutverkið í Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir framleiða ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og Tobey Maguire.

Tökur á „Z for Zachariah“ hefjast á Nýja Sjálandi í janúar

Chris Pine, Amanda Seyfried og Chewitel Ejiofor fara með aðalhlutverkin en framleiðendur eru Zik Zak kvikmyndir, Palomar Pictures (Sigurjón Sighvatsson) og framleiðslufyrirtæki Tobey Maguire, Material Pictures.

Zik Zak undirbýr „Z for Zachariah“

Zik Zak kvikmyndir stefnir að tökum á Z for Zachariah á fyrrihluta næsta árs með Chris Pine, Amanda Seyfried og Chiwetel Ejiofor í helstu hlutverkum.

ZikZak kaupir réttinn á „Harmsögu“ Mikaels Torfasonar

Framleiðslufyrirtækið ZikZak hefur tryggt sér réttinn á leikritinu Harmsögu eftir Mikael Torfason. Verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðasta föstudag. Leikstjóri verksins verður Þór Ómar Jónsson sem...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR