Stuttmyndin “Víkingar” verðlaunuð í Amiens

Úr stuttmyndinni Víkingar eftir Magali Magistry.
Úr stuttmyndinni Víkingar eftir Magali Magistry.

Stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar Kaþólska alheimssambandsins á kvikmyndahátíðinni í Amiens í Frakklandi sem lýkur í dag.

Myndin er gerð hér á landi í fyrra og framleidd af Zik Zak kvikmyndum. Hún var m.a. valin á Critic’s Week í Cannes s.l. vor. Með aðalhlutverk fara Sveinn Ólafur Gunnarsson, Damon Younger, Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson og Margrét Bjarnadóttir.

Víkingar gerist á tveimur tímaskeiðum, annars vegar árið 1000 og hins vegar árið 2012. Myndin segir frá Magnúsi, óttalausum víkingi sem hyggst skora Bjarna Berserk á hólm þar sem hann nam konu og barn Magnúsar á brott. Einnig segir myndin frá Magnúsi, hetjunni í vonlausu víkingafarandleikhúsi, sem á í erfiðleikum með að ná aftur saman við son sinn í kjölfar sársaukafulls skilnaðar.

VIKINGAR (extract) from Magali Magistry on Vimeo.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR