TrustNordisk höndlar „Ég man þig“

Anna Gunndís Guðmundsdóttir í Ég man þig.

Danska sölufyrirtækið TrustNordisk mun sjá um sölu kvikmyndarinnar Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson á alþjóðavísu. Myndin er væntanleg á næsta ári. Zik Zak kvikmyndir og Sigurjón Sighvatsson framleiða.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá TrustNordisk.

Ég man þig er spennumynd, byggð á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur.

Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýji geðlæknirinn í bænum inní rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf fyrir nokkrum árum og fannst aldrei.

Með helstu hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þorvaldur Kristjánsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir.

Jakob Ingimundarson filmar.

Sjá nánar hér: PRESS RELEASE: TRUSTNORDISK PICKS UP ICELANDIC HORROR FILM, I REMEMBER YOU | TrustNordisk

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR