Aðsóknin á Ljósvíkinga hefur verið ívið meiri en búist var við út frá upphafshelgum, en ljóst að myndin hefur spurst vel út. Nær hún 20 þúsund gesta markinu?
Menningarverðlaun Norðurlandaráðs í ár verða opinberuð í sérstökum þætti sem sýndur er á RÚV og öðrum almannastöðvum Norðurlanda í kvöld. Snerting eftir Baltasar Kormák er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.
Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, kvikmyndagagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Snerting eða Touch eins og hún heitir á ensku, hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda í Bandaríkjunum, þar sem myndinni er dreift á vegum Focus Features sem hefur um árabil verið eitt virtasta kvikmyndaver í Hollywood. Myndin er nú á leið í dreifingu um allan heim.
Catherine Bray skrifar um Snertingu Baltasars Kormáks í The Guardian og segir hana meðal annars lokkandi og afar sjónræna. Myndin er frumsýnd í breskum kvikmyndahúsum 30 ágúst.
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn tilkynnti í dag um tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilnefningarnar voru opinberaðar á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund.
Snerting (Touch) er í 12. sæti bandaríska aðsóknarlistans eftir opnunarhelgina, með 470 þúsund dollara í tekjur. Það svarar til rúmlega 64 milljóna króna.
David Rooney hjá The Hollywood Reporter segir Snertingu Baltasars Kormáks fallega gerða kvikmynd sem haldi aftur af tilfinningasemi en snerti áhorfandann.
"Smekklega framsett frásögn um aldraðan mann sem leitar löngu horfinnar ástkonu á óvissutímum. Á lokakaflanum er þessi blíða og látlausa ástarsaga í senn afar hófsöm og afar hjartnæm," skrifar Courtney Howard hjá Variety meðal annars um Snertingu Baltasars Kormáks.
"Tekst svo listilega að vera innilega falleg og hugljúf að það er nær ómögulegt að gráta eða samgleðjast ekki með persónum myndarinnar," segir Kolbeinn Rastrick meðal annars í Lestinni um Snertingu Baltasars Kormáks.
"Dregur upp trúverðuga mynd af ást og flóknum tengslum hennar við fortíðina," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Snertingu Baltasars Kormáks.
Snerting Baltasars Kormáks hlaut á dögunum 2,5 milljónir norskra króna frá Norrræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Upphæðin svarar til um 35 milljóna íslenskra króna.
Focus Features mun dreifa Snertingu Baltasars Kormáks í Bandaríkjunum. Universal mun dreifa myndinni á heimsvísu. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið, en tökur hefjast í London á sunnudag.
Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og hyggst gera mynd eftir henni á næsta ári. Þetta kemur fram á vef RÚV.