spot_img

LJÓSVÍKINGAR yfir 12 þúsund gesti eftir fimmtu helgi

Ljósvíkingar heldur áfram að gera það gott í bíó.

2,177 gestir sáu Ljósvíkinga í vikunni, en alls hafa 12,223 séð hana eftir fimmtu helgi. Óvenjulegt er að myndir gangi svona vel þetta löngu eftir opnunarhelgi, þar sem hún byrjaði rólega. Með þessu áframhaldi gæti myndin endað með einhversstaðar á milli 15-20 þúsund gesti.

Ljósbrot sáu 139 í vikunni. Alls nemur heildarfjöldi gesta 6,093 manns eftir sjöttu helgi.

Snertingu sáu 144 í vikunni. Alls hefur myndin fengið 44,508 gesti eftir 19. sýningarhelgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 30. sept. – 6. okt. 2024

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
5 Ljósvíkingar 2,177 (2,897) 12,223 (10,046)
19 Snerting 144 (257) 44,508 (44,364)
6 Ljósbrot 139 (266) 6,093 (5,954)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR