LJÓSVÍKINGAR opnar í öðru sæti

Ljósvíkingar Snævars Sölvasonar er í öðru sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir frumsýningarhelgina.

Fleiri sáu hinsvegar Ljósbrot í vikunni, eða 1,744. Alls nemur heildarfjöldi gesta 4,394 manns. Þetta skýrist af því að FRÍSK raðar eftir tekjum helgarinnar en Klapptré eftir aðsókn vikunnar.

1,277 gestir sáu Ljósvíkinga um helgina, en alls 2,234 með forsýningu. Þetta er svipuð opnunarhelgi og hjá Ljósbroti um síðustu helgi. Með fyrirvara um að ekki er endilega beint samhengi milli opnunarhelgar og heildarfjölda gesta, má ætla að myndin geti endað öðru hvoru megin við tíu þúsund gesti.

Snertingu sáu 636 í vikunni. Alls hefur myndin fengið 43,318 gesti eftir 15. sýningarhelgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 2.-8. sept 2024

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
2 Ljósbrot 1,744 (1,209) 4,394 (2,650)
Ljósvíkingar 1,277 (helgin) 2,234 (með forsýningum)
15 Snerting 636 (609) 43,318 (42,682)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR