Fleiri sáu hinsvegar Ljósbrot í vikunni, eða 1,744. Alls nemur heildarfjöldi gesta 4,394 manns. Þetta skýrist af því að FRÍSK raðar eftir tekjum helgarinnar en Klapptré eftir aðsókn vikunnar.
1,277 gestir sáu Ljósvíkinga um helgina, en alls 2,234 með forsýningu. Þetta er svipuð opnunarhelgi og hjá Ljósbroti um síðustu helgi. Með fyrirvara um að ekki er endilega beint samhengi milli opnunarhelgar og heildarfjölda gesta, má ætla að myndin geti endað öðru hvoru megin við tíu þúsund gesti.
Snertingu sáu 636 í vikunni. Alls hefur myndin fengið 43,318 gesti eftir 15. sýningarhelgi.
Aðsókn á íslenskar myndir 2.-8. sept 2024
VIKUR | MYND | AÐSÓKN (SÍÐAST) | ALLS (SÍÐAST) |
2 | Ljósbrot | 1,744 (1,209) | 4,394 (2,650) |
Ný | Ljósvíkingar | 1,277 (helgin) | 2,234 (með forsýningum) |
15 | Snerting | 636 (609) | 43,318 (42,682) |
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)