spot_img

LJÓSBROT opnar í fyrsta sæti

Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar er í fyrsta sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir frumsýningarhelgina.

1,209 gestir sáu Ljósbrot um helgina, en alls 2,650 með forsýningu.

Þetta er mun stærri opnun en á síðustu mynd Rúnars, Bergmál (2019) og einnig mun stærri en opnunarhelgi þarsíðustu myndar hans, Þrestir (2025). Miðað við þessa opnun er hugsanlegt að myndin nái yfir tíu þúsund gesta markið þegar upp er staðið.

Snertingu sáu 609 í vikunni. Alls hefur myndin fengið 42,682 gesti eftir 14. sýningarhelgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 26. ágúst til 1. sept 2024

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
Ljósbrot 1,209 (helgin) 2,650 (með forsýningu)
14 Snerting 609 (744) 42,682 (42,073)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR