spot_img

Enn líf í LJÓSVÍKINGUM eftir níundu sýningarhelgi

Ljósvíkingar er enn á góðu skriði eftir níundu sýningarhelgi. Stutt er í að Snerting fari yfir 45 þúsund gesti.

583 gestir sáu Ljósvíkinga í vikunni, en alls hafa 16,421 séð hana eftir níundu helgi.

456 sáu Topp tíu möst í vikunni, en alls hafa séð hana 4,442 manns eftir fjórðu sýningarhelgi.

Snertingu sáu 38 í vikunni. Alls hefur myndin fengið 44,828 gesti eftir 23. sýningarhelgi.

Missi sáu 27 gestir í vikunni, en alls hafa séð hana 511 gestir eftir þriðju helgi.

Aðsóknartölur á Eftirleiki liggja ekki fyrir af ókunnum ástæðum. Myndin var frumsýnd rétt fyrir helgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 28. okt. – 3. nóv. 2024

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
9 Ljósvíkingar 583 (765) 16,421 (15,838)
4 Topp tíu möst 456 (1,057) 4,442 (3,986)
23 Snerting 38 (44) 44,828 (44,790)
3 Missir 27 (92) 511 (484)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR