Finnski leikstjórinn Mika Kaurismäki var hér í heimsókn á dögunum vegna sýningar á nýjustu bíómynd sinni, The Grump: In Search of an Escort. Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda.
Finnska myndin The Grump: In Search of an Escort (Mielensäpahoittaja Eskorttia etsimässä) hefur verið í þrjár vikur á toppnum í Finnlandi, þar sem yfir hundrað þúsund manns hafa séð hana. Ingvar Þórðarson er einn framleiðenda myndarinnar sem leikstýrt er af Mika Kaurismaki.
Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, hafa skrifað undir samning við rúmenska framleiðslufyrirtækið Midnight Sun Film um endurgerð kvikmyndar þeirra, Síðasta veiðiferðin. Fyrirhugað er að tökur í Rúmeníu hefjist síðla árs.
Sjónvarp Símans Premium hefur sent frá sér nýja heimildaþáttaröð, Skandal, þar sem þýski rannsóknarblaðamaðurinn Boris Quatram leitar svara í Geirfinnsmálinu, sem íslenskum yfirvöldum tókst ekki að upplýsa en frömdu þess í stað dómsmorð á sex ungmennum, eins og segir í tilkynningu.
Lof mér að falla eftir Baldvin Z verður frumsýnd í Senubíóunum þann 7. september. Forsýningar fara fram í kvöld og á morgun. Hátíðarsýning fór fram í gær, en myndin er heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni um helgina.
Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hefur fengið 120 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Ásgrímur Sverrisson skrifar handritið, sem byggt er á samnefndum söngleik Dr. Gunna. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.
Ingvar Þórðarson er í viðtali við Morgunblaðið um finnsku stórmyndina Óþekkta hermanninn (Tuntematon sotilas), sem hann og Júlíus Kemp eru meðframleiðendur að. Myndin er nú sýnd í Bíó Paradís.
Finnska stórmyndin Óþekkti hermaðurinn (Tuntematon sotilas) verður sýnd í Bíó Paradís frá föstudeginum. Myndin hefur slegið hressilega í gegn í heimalandinu og er nú sýnd víða um Norðurlönd. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson eru meðframleiðendur myndarinnar, en leikstjórinn Aku Louhimies verður viðstaddur hátíðarsýninguna annað kvöld og mun ræða við gesti að henni lokinni.
Finnska bíómyndin The Unknown Soldier (Tuntematon sotilas) nýtur mikillar hylli í kvikmyndahúsum þarlendis, en yfir 625 þúsund gestir hafa séð hana eftir fjórar vikur í sýningum. Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp eru meðal meðframleiðenda myndarinnar sem er leikstýrt af Aku Louhimies
The Unknown Soldier (Tuntematon sotilas) eftir Aku Louhimies var frumsýnd í Finnlandi um síðustu helgi og sló þar opnunarhelgarmet, en um 170 þúsund áhorfendur sáu myndina. Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Kisa eru meðal meðframleiðenda.
Ingvar Þórðarson framleiðandi ræðir við vef Norræna sjóðsins um verkefnin framundan, Lof mér að falla, Lifun (Imagine Murder) og önnur sem eru í þróun. Hann segir markmið þeirra Júlíusar Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands það sama og frá byrjun; að segja sterkar sögur, gjarnan byggðar á raunverulegum atburðum, uppgötva hæfileikafólk og rækta það.
Tom of Finland eftir Dome Karukoski hefur verið valin framlag Finna til Óskarsverðlaunanna. Ingvar Þórðarson og Sophie Mahlo, sem reka framleiðslufyrirtækið Neutrinos Productions í Berlín, eru meðframleiðendur myndarinnar. Þá semur Hildur Guðnadóttir tónlist myndarinnar og Þorsteinn Bachmann fer með eitt hlutverkanna.
Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kisa eru meðframleiðendur finnsku stórmyndarinnar The Unknown Soldier (Tuntematon sotilas) sem einn kunnasti leikstjóri Finna, Aku Louhimies, gerir. Myndin, sem lýsir stríði Finnlands við Rússa í seinni heimsstyrjöldinni og er byggð á þekktri samnefndri skáldsögu, kemur út í haust. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má skoða hér.
Tökur á leikinni kvikmynd í fullri lengd um Guðmundar- og Geirfinnsmálin hefjast á næsta ári, en á bak við myndina standa leikstjórinn Egill Örn Egilsson (Eagle Egilsson), framleiðendurnir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og tónlistarmaðurinn Damon Albarn sem mun semja tónlist fyrir myndina. Myndin hefur fengið heitið Imagine Murder eða Lifun á íslensku.
Nýjasta bíómynd Baldvins Z, Fyrir Magneu, hlaut á dögunum 1,7 milljón norskra króna í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Það samsvarar rúmum 23 milljónum íslenskra króna. Verkefnið, sem fer í tökur síðsumars, hefur einnig hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð auk þess sem RÚV tekur einnig þátt í fjármögnun.
Tom of Finland eftir Dome Karukoski hlaut FIPRESCI verðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag. Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda myndarinnar en aðrir Íslendingar sem koma að myndinni eru tónskáldið Hildur Guðnadóttir og leikarinn Þorsteinn Bachman.
Screen birtir lista yfir 19 evrópskar myndir sem sagðar eru freista hátíða á árinu. Þeirra á meðal er væntanleg mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu og einnig finnska myndin Tom of Finland þar sem Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda.
Þorsteinn Bachmann leikur bandarískan klámmyndakóng í kvikmynd Dome Karukoski, Tom of Finland, þar sem Ingvar Þórðarson er meðal framleiðenda. Í viðtali við Gay Iceland segir Þorsteinn meðal annars frá því hvernig það kom til að hann fékk hlutverkið.
Ingvar Þórðarson og Sophie Mahlo, sem reka framleiðslufyrirtækið Neutrinos Productions í Berlín, eru meðframleiðendur á nýjustu mynd finnska leikstjórans Dome Karukoski, Tom of Finland. Ingvar var einnig meðframleiðandi síðustu myndar Karukoski, The Grump, ásamt Júlíusi Kemp.
Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Þetta er sætbeiskt gamandrama um reykvískt par sem stefnir í sitt hvora áttina. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.
Ein vinsælasta mynd Finna frá upphafi, Mielensäpahoittaja eða Nöldurseggurinn, verður frumsýnd með viðhöfn í Háskólabíói næsta fimmtudag og verða leikstjóri hennar, Dome Karukoski, og höfundur bókanna sem myndin er byggð á, Tuomas Kyrö, viðstaddir. Meðframleiðendur myndarinnar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlist.
Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands eru meðframleiðendur finnsku myndarinnar The Grump í leikstjórn Dome Karukoski. Myndin var sú vinsælasta í Finnlandi á síðasta ári með tæpa 459 þúsund gesti. Framleiðandi er Solar Films sem verið hefur samstarfsaðili Kvikmyndafélags Íslands um nokkurt skeið.
Ingvar Þórðarson framleiðandi er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið um helgina. Þar er meðal annars farið yfir feril hans, rætt um stöðuna í kvikmyndagerð og verkefni framundan.
Tregablandin kómedía með Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Theódóri Júlíussyni, Vigni Rafni Valþórssyni, Magneu Björk Valdimarsdóttur og Þorsteini Bachmann í helstu hlutverkum. Lars Emil Árnason leikstýrir og skrifar handrit.
Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.
Mynd Reynis Lyngdal, Frost, keppir um "óskarsverðlaun hryllingsins", gullnu hauskúpuna, á Screamfest, einni kunnustu hryllingsmyndahátíð heims. Hátíðin stendur yfir frá 8. til 17. okt. í...