„Frost“ keppir á Screamfest

frost-shooting
Frá tökum á Frosti eftir Reyni Lyngdal.

Mynd Reynis Lyngdal, Frost, keppir um „óskarsverðlaun hryllingsins“, gullnu hauskúpuna, á Screamfest, einni kunnustu hryllingsmyndahátíð heims. Hátíðin stendur yfir frá 8. til 17. okt. í Los Angeles.

Oft er talað um Screamfest sem Sundance-hátíð hryllingsmyndanna og margar víðfrægar hrollvekjur fyrst náð hylli á hátíðinni. Nægir þar að nefna Paranormal Activity sem getið hefur af sér fjórar framhaldsmyndir og hefur myndaröðin halað inn milljarði Bandaríkjadala.

Í ráðgjafarnefnd Screamfest eiga sæti sannkallað landslið hrollvekjumeistara; Wes Craven (Nightmare On Elm Street, Scream), Clive Barker (Hellraiser, Candyman) John Landis (American Werewolf in London, The Blues Brothers), Roy Lee (The Ring, The Departed), goðsögnin John Carpenter (Halloween, The Fog, Escape from New York, The Thing), Eli Roth (Hostel) og Tobe Hooper (The Texas Chainsaw Massacre, Poltergeist).

Frost hefur verið seld til 55 landa m.a. Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada, Kína, Rússlands og Mexíkó. Trust Nordisk sér um söluna á Frost.

Með aðalhlutverk fara Björn Thors og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp framleiddu myndina fyrir Kisa/Kvikmyndafélag Íslands.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR