Sólveig Anspach á RIFF

Sólveig Anspach leikstjóri.
Sólveig Anspach leikstjóri.

Kvikmynd Sólveigar Anspach, Nakin Lulu (Lulu in the Nude), er hluti af dagskrá  RIFF sem lýkur nú um helgina. Sólveig átti einnig mynd á síðustu RIFF hátíðinni sem nefnist Drottningin af Montreuil og hlaut hún meðal annars áhorfendaverðlaun ásamt því að vera opnunarmynd hátíðarinnar.

Nakin Lulu verður sýnd á tveimur kvikmyndahátíðum í Þýskalandi á næstunni áður en hún verður tekin til almennra sýninga í Frakklandi í janúar. Á kvikmyndahátíðinni í Stuttgart verður myndin sýnd ásamt eldri myndum Sólveigar, þar sem litið verður yfir feril hennar.

Nakin Lulu segir frá starfsviðtali sem fer á versta veg. Í kjölfarið ákveður Lulu að yfirgefa eiginmann sinn og þrjú börn. Að vera slík ævintýrakona er hins vegar hægara sagt en gert. Á vegi varkáru hetjunnar okkar verður m.a. fyrrverandi glæpamaður sem nýtur verndar bróður síns, gömul kona sem drepleiðist og starfsmaður sem er kynferðislega áreittur af yfirmanni sínum. Óvæntur ástarfundur, huggun kvenlegrar nándar og mis-veitt samúð mun hjálpa Lulu að finna gamla kunningjakonu sem hún hefur ekki heyrt í lengi: hana sjálfa.

Næsta kvikmynd Sólveigar verður framhald Drottningarinnar af Montreuil, og verður hún tekin upp á Íslandi.

Hægt er að sjá sýningar af Nakinni Lulu þar sem Sólveig situr fyrir svörum eftir sýningu kl. 19 í kvöld, föstudag í Háskólabíói og kl. 21 á morgun, laugardag í sama bíói.

Hér má sjá svipmyndir frá tökum og spjall við Sólveigu. Talið er á frönsku án þýðingar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR