„The Unknown Soldier“ slær opnunarhelgarmet í Finnlandi

Rammi úr The Unknown Soldier.

The Unknown Soldier (Tuntematon sotilas) eftir Aku Louhimies var frumsýnd í Finnlandi um síðustu helgi og sló þar opnunarhelgarmet, en um 170 þúsund áhorfendur sáu myndina. Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Kisa eru meðal meðframleiðenda.

Myndin gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og sögusviðið er stríðið milli Finnlands og Sovétríkjanna 1941-1944. Þetta er fjölpersónusaga sem lýsir mörgum ólíkum einstaklingum innan tiltekinnar herdeildar, allt frá herkvaðningu til vopnahlés.

The Unknown Soldier er gerð í tilefni hátíðahalda Finna vegna 100 ára afmælis sjálfstæðis landsins. Kostnaður nemur um 850 milljónum króna, en finnski herinn lagði einnig til aðstöðu, tæki og tól til gerðar myndarinnar.

ScreenDaily fjallar um velgengni myndarinnar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR