Á vef Kodak er rætt við Maria von Hausswolff sem stjórnaði kvikmyndatöku á mynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur. Myndin var tekin upp á 2-perf Super35mm widescreen format og í viðtalinu ræðir Maria hversvegna svo var.
Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi finnur Hvítum, hvítum degi eftir Hlyn Pálmason flest til foráttu á fésbókarsíðu sinni. Framleiðendur myndarinnar hafa tekið sum ummæla Jóns Viðars og notað í kynningarherferð verksins.
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur er eftirminnilegt listaverk sem ofið er úr mörgum sterkum þráðum, segir Heiða Jóhannsdóttir kvikmyndagagnrýnandi í Menningunni á RÚV. „Hlynur Pálmason er frábær fulltrúi þess nýja hæfileikafólks sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð um þessar mundir.“
"Stemningsmynd sem nagar sig hægt og bítandi en af sívaxandi þunga djúpt í vitund áhorfenda," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar.
"Gerð á sígilda vísu en er jafnframt fersk og frumleg. Hún er æsispennandi en líka hjartnæm og ískrandi kómísk á köflum," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar. Hún gefur myndinni fimm stjörnur.
Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Lestarinnar segir að Hlynur Pálmason dýfi sér ofan í brunn sagnaminnis mannkynsins í Hvítum, hvítum degi – og komi upp úr kafinu með frábært kvikmyndaverk. Myndin er frumsýnd 6. september í kvikmyndahúsum Senu.
Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur og Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason verða sýndar á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Busan í Suður Kóreu sem fer fram dagana 3.–12. október. Báðar myndirnar munu taka þátt í World Cinema hluta hátíðarinnar.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt var um tilnefningarnar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í gær. Vinningshafinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn 29. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.
Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta mynd kvikmyndahátíðarinnar í Motovun í Króatíu í gær. Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaununum. RÚV segir frá.
Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason og Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg í Tengivagninum á Rás 1, en báðar voru sýndar á nýafstaðinni Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi.
Join Motion Pictures (Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson) sem nýverið frumsýndi Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason á Cannes við afar góðar undirtektir, undirbýr nú meðal annars næsta verkefni Guðmundar Arnars, Chicken Boy (Berdreymi).
Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu þann 8. júní. Fyrir skemmstu hlaut Ingvar verðlaun fyrir leik sinn í myndinni á Cannes hátíðinni.
Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á Critics' Week, hliðardagskrá hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Cannes. Verðlaunin eru kennd við Louis Roederer Foundation (Louis Roederer Foundation Rising Star Award) og eru önnur aðalverðlaunanna á Critics' Week sem veitt eru fyrir mynd í fullri lengd.
Gagnrýnandi Hollywood Reporter er hrifinn af Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Í dóminum segir að Hlynur sé áræðinn leikstjóri sem rétt sé að veita athygli.
Lisa Nesselson skrifar um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar í Screen, en myndin var frumsýnd á Cannes hátíðinni í gær. Hún segir hana meðal annars sjónrænt grípandi og áhrifamikla.
Hlynur Pálmason ræðir við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um mynd sína Hvítan, hvítan dag og væntanlega frumsýningu á Critics' Week í Cannes þann 16. maí.
Hvítur, hvítur dagur nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er í hópi þeirra sjö mynda sem valdar hafa verið í keppni á Critics‘ Week, hliðardagskrá Cannes hátíðarinnar. Þetta er annað árið í röð sem íslensk kvikmynd er valin í Critics' Week, en í fyrra hlaut Kona fer í stríð fern verðlaun í þeim flokki. Cannes hátíðin fer fram dagana 15.-23. maí.
Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason vann til verðlauna á Arctic Open kvikmyndahátíðinni sem fór fram dagana 6. – 9. desember í borginni Arkhangelsk í Rússlandi.
Þáttaröðin The Valhalla Murders í leikstjórn Þórðar Pálssonar og bíómyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar fengu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Tökur á báðum verkum eru fyrirhugaðar í haust.
Vetrarbræður, hin dansk/íslenska kvikmynd Hlyns Pálmasonar, vann nýverið til tvennra verðlauna. Hún var valin besta kvikmyndin á Molodist - alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kænugarði í Úkraínu og Hlynur Pálmason var valinn besti leikstjórinn á Transilvaníu kvikmyndahátíðinni í Cluj-Napoca í Rúmeníu.
Hvítur, hvítur dagur, næsta kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar í fullri lengd er nú í þróun og er eitt af aðeins sjö verkefnum sem valin hafa verið í nýtt átak hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum sem kallast „Nordic Distribution Boost“.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hlaut aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Vilnius í Litháen sem lauk um helgina. Elliott Crosset Hove var einnig valinn besti leikarinn.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar heldur áfram að gera það gott en í fyrrakvöld hlaut hún dönsku Bodil-verðlaunin sem besta kvikmynd síðasta árs. Bodil-verðlaunin eru ein elstu kvikmyndaverðlaun Evrópu en þau voru fyrst veitt árið 1948. Samtök kvikmyndagagnrýnenda í Danmörku veita verðlaunin.
Hlynur Pálmason, leikstjóri dansk/íslensku kvikmyndarinnar Vetrarbræður tók við Dreyer verðlaununum við hátíðlega athöfn þann 21. febrúar. Dreyer verðlaunin eru veitt af Carl Th. Dreyer Minningarsjóðnum til ungra kvikmyndaleikstjóra eða annarra listamanna innan kvikmyndabransans sem sýna fram á framúrskarandi listræna hæfni. Verðlaunin innihalda 50.000 danskra króna í verðlaunafé.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar átti gærkvöldið á dönsku Robert kvikmyndaverðlaununum sem Danska kvikmyndaakademían veitir. Myndin hlaut alls níu verðlaun, þar á meðal sem mynd ársins og leikstjóri ársins.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var eitt fjögurra verkefna í vinnslu sem hlutu sérstaka viðurkenningu á CineMart samframleiðslumessunni á Rotterdam í dag.
Hvítur, hvítur dagur, væntanleg bíómynd Hlyns Pálmasonar, var annað tveggja verkefna í vinnslu sem voru valin á tvo mikilvægustu samframleiðslumarkaði Evrópu, Cinemart í Rotterdam og Berlinale Co-production Market í Berlín. Rotterdam hátíðin er nú hafin en Berlinale hefst 15. febrúar. Um er að ræða sérstakt samstarf þessara tveggja hátíða sem kallast Rotterdam-Berlinale Express og var stofnað 2002.
Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason hlaut aðalverðlaun Angers Premiers Plans hátíðarinnar í Frakklandi sem leggur áherslu á fyrstu verk leikstjóra. Þá hlaut stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur nemendaverðlaun hátíðarinnar, en myndin er útskriftarverkefni hennar frá Danska kvikmyndaskólanum.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar fær alls 15 tilnefningar til Robert-verðlaunanna sem Danska kvikmyndaakademían veitir. Underverden, sem meðal annars er framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, fær 14 tilnefningar.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hlaut þrenn verðlaun á Thessaloniki International Film Festival í Grikklandi sem lauk um helgina. Myndin hlaut einnig verðlaun í Sevilla á Spáni og La Roche-sur-Yon í Frakklandi fyrir skemmstu. Alls eru alþjóðleg verðlaun myndarinnar nú 11 talsins.
"Lúmskt dáleiðandi og sérviskuleg bíómynd," skrifar Tómas Valgeirsson í Fréttablaðið um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar. "Hún er ekki gerð fyrir hvern sem er en hún er vel þess virði að líta á," bætir hann við.
Hlynur Pálmason hlaut rétt í þessu aðalverðlaun CPH:PIX hátíðarinnar í Kaupmannahöfn fyrir frumraun sína Vetrarbræður. 11 upprennandi leikstjórar voru tilnefndir, en verðlaunin nema sex þúsund evrum, um 743 þúsund krónum. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Myndin hefur fengið afbragðs dóma í dönskum miðlum.
"Vetrarbræður inniheldur eitthvert pönk, einhverja rödd, sem ég fagna að sé komin inn í íslenskt kvikmyndasamhengi," skrifar Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðið um myndina. Hún gefur henni fjórar stjörnur.
Jónas Reynir Sveinsson skrifar í Starafugl um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar og segir meðal annars: "Persónurnar í Vetrarbræðrum tala dönsku en Hlynur tjáir sig með tungumálinu sem talað er í landi kvikmyndarinnar. Og hann talar með sinni eigin rödd."
Tvær umsagnir um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hafa birst í Kanada þar sem myndin var sýnd á Toronto hátíðinni. Hjá BriefTake fær hún þrjár og hálfa stjörnu og er sögð einstakt afrek. We Live Entartainment segir hana ískalda en seiðandi tilraun sem tekst vel til með að þræða gegnum jarðsprengjusvæði karlmennsku og einangrunar.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar verður opnunarmynd RIFF 2017, en Íslandsfrumsýningin verður í Háskólabíói fimmtudaginn 28. september kl. 18. Daginn eftir hefjast almennar sýningar á myndinni með íslenskum texta. Hlynur, Anton Máni Svansson framleiðandi og Maria von Hausswolff tökumaður verða viðstödd fyrstu sýninguna þar og svara spurningum í kjölfarið. Íslenskt plakat myndarinnar sem og stikla hafa verið opinberuð.
Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, verður opnunarmynd Discovery hluta Toronto hátíðarinnar. Vetrarbræður, bíómyndarfrumraunHlyns Pálmasonar, mun sömuleiðis taka þátt í Discovery hluta hátíðarinnar.
Næsta verkefni Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið 110 milljón króna vilyrði úr Kvikmyndasjóði. Tökur eru fyrirhugaðar á næsta ári, Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures framleiðir.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hlaut í dag verðlaun Alþjóðasamtaka gagnrýnenda, FIPRESCI, á MFF T-Mobile Nowe Horyzonty hátíðinni í Wroclaw í Póllandi. Fyrr í dag var tilkynnt um fern verðlaun myndarinnar í Locarno. Það er því ljóst að myndin fer af stað með látum á hátíðarúntinum.
Þær fréttir voru að berast að Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hefði fengið verðlaun Europa Cinemas, verðlaun ungmennadómefndar og sérstaka viðurkenningu frá dómnefnd kirkjunnar á Locarno hátíðinni. Fyrr í dag var Elliott Crosset Hove valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.
"Sumt í úrvinnslu og leik er afar sannfærandi, en þunn frásögn og vandræðalegir hugarflugskaflar gera það að verkum að myndin verður ekki að sterkri heild," segir Allan Hunter hjá Screen um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar. Hann spáir því að myndin muni vekja áhuga þeirra hátíða sem leggja áherslu á nýtt hæfileikafólk.
Jessica Kiang skrifar í Variety um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar og segir hana einstaklega frumlega og gefa góð fyrirheit, auk þess að skera sig frá öðrum nýlegum norrænum myndum með sínu sérstæða andrúmslofti.