CinemaCon, árleg ráðstefna Samtaka bandarískra kvikmyndahúsa (NATO), hefur tilkynnt að Baltasar Kormákur verði heiðraður með titlinum "Alþjóðlegur kvikmyndagerðarmaður ársins" á næstu ráðstefnu sem hefst í Las Vegas 20. apríl.
Alþjóðleg sala á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, sem frumsýnd var á yfirstandandi Berlínarhátíð, gengur vel. Franska sölufyrirtækið Bac Films hefur nú selt myndina til Imovision (Brasilíu), September Films (Benelux), Babilla Cine (Kólumbíu) og Europafilm (Noregi). Fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín var hún einnig seld til Alamode (Þýskaland og Austurríki) og MCF Megacom (fyrrum Júgóslavía).
Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð eru hafnar á ný og fara nú fram á Siglufirði. Áður höfðu tökur farið fram í Reykjavík og nágrenni en hlé var gert fyrir jól.
RVK Studios mun framleiða tíu þátta seríu sem kallast Katla og verður sýnd á Stöð 2. Hér er á ferðinni spennuþáttaröð með mystísku ívafi um unga björgunarsveitakonu sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi nátturuhamförum. Sögusviðið er jöklar, eldfjöll og hálendi Íslands.
Í ítarlegu viðtali við RÚV ræðir Baltasar Kormákur um víkingamynd sína sem hann ráðgerir að filma fljótlega. Fram kemur meðal annars að myndin verði að mestu gerð hér á landi og að hún verði ein stærsta fjárfesting frá hruni.
Þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál, sem Skjár einn hefur sýnt, hefur verið mikið halað niður á umdeildum skráaskiptasíðum. Spurningamerki hangir yfir frekari framleiðslu af þeim sökum segir Sævar Guðmundsson leikstjóri þáttanna. Fimmta serían er er nú fáanleg í Leigu Vodafone og Skjá Bíó, um tveimur mánuðum eftir að sýningu þáttanna lauk á Skjá einum. Fjórða serían er einnig í boði.
Guðni Halldórsson um Godzilla stikluna, mest spennandi myndir ársins, Everest tökur í Róm, hver vinnur Óskarinn og Mark Cousins um framtíð kvikmyndagagnrýni í Heimskringlu dagsins.
Tim Bevan, framleiðandi hjá Working Title, segir í viðtali við kvikmyndatímaritið Empire að Baltasar Kormákur hafi hentað kvikmyndinni Everest fullkomlega. Myndin hafði verið á teikniborðinu í þrettán ár þegar framleiðendurnir ræddu við Baltasar og þá loks komst hreyfing á hlutina.
"Hægt er að skipta fréttum um íslenska kvikmyndagerð í tvennt: Annaðhvort fjalla þær um niðurskurð í kvikmyndasjóði eða framgang íslenskra kvikmynda erlendis. Þessi grein fjallar um hvort tveggja," segir Ari Gunnar Þorsteinsson í nýjasta hefti Kjarnans þar sem hann fjallar um íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð.
Baltasar segist áætla að kostnaður við fyrirhugaða víkingamynd sína verði milli 60-100 milljónir dollara, eða milli 7-12 milljarða íslenskra króna. Framleiðsla í höndum bandarískra aðila sem brátt verður tilkynnt um en Rvk. Studios verður meðframleiðandi.
Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.
Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið að birta á undanförnum dögum nokkur brot úr fyrirlestri Baltasars Kormáks sem hann hélt í skólanum fyrir nokkru. Þar fer hann yfir feril sinn og kvikmyndabransann almennt.
Sú ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar að styrkja Heimili kvikmyndanna ses til að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en ekki RIFF eins og undanfarin tíu ár, er umdeild.
Baltasar Kormákur og Leifur B. Dagfinnsson leggja áherslu á enn eigi eftir að fullnýta þá möguleika sem felast í framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi.
Baltasar Kormákur er í viðtali við The Hollywood Reporter um hinn mikla niðurskurð til kvikmyndagerðar.
"Þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla sem vinna við íslenskar...
RVK Studios, nýtt fyrirtæki Baltasars Kormáks, Magnúsar Viðars Sigurðssonar og Sigurjóns Kjartanssonar, kynnir fjölda nýrra verkefna fyrir mögulegum fjárfestum á Mipcom kaupstefnunni sem fram...