HeimEfnisorðBaldvin Z

Baldvin Z

Aukin áhersla á bíómyndir hjá Glassriver

Framleiðslufyrirtækið Glassriver, sem Baldvin Z fer fyrir, hyggst leggja aukna áherslu á gerð bíómynda meðfram stærri og minni þáttaröðum. Þetta kemur fram á Nordic Film and TV News.

VRT í Belgíu og YLE í Finnlandi koma að fjármögnun SVÖRTU SANDA

Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z er nú í tökum og verður sýnd á Stöð 2. Glassriver framleiðir. Auk Baldvins skrifa Ragnar Jónasson, Andri Óttarsson og Aldís Amah Hamilton handrit, en sú síðastnefnda fer einnig með aðalhlutverk.

Þáttaröðin VEGFERÐ: Uppgjör við karlmennskuna á hringferð um Vestfirði

Gamanþættirnir Vegferð hófu göngu sína á Stöð 2 um páskana. Þar leika þeir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson vini sem neyðast til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt á ferðalagi um Vestfirði. Glassriver framleiðir þættina fyrir Stöð 2 og Baldvin Z leikstýrir. Menningin á RÚV fjallaði um þættina.

Baldvin Z undirbýr þáttaröð um Vigdísi forseta

Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verkefnið hefur verið lengi í bígerð en Klapptré sagði fyrst frá slíkum fyrirætlunum 2014.

Glæpasería Baldvins Z, SVÖRTU SANDAR, kynnt á Gautaborgarhátíðinni

Breska sölufyrirtækið All3Media mun selja glæpaseríuna Svörtu sandar á heimsvísu, en verkefnið er kynnt á yfirstandandi Gautaborgarhátíð. Baldvin Z leikstýrir þáttunum fyrir Glassriver en þeir verða sýndir á Stöð 2. Ragnar Jónsson og Aldís Hamilton skrifa þættina en Aldís mun einnig fara með aðalhlutverk. Aðrir sem fram koma í þáttunum eru meðal annars Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Tökur hefjast á næsta ári.

Baldvin Z gerir glæpaseríuna „Svörtu sandar“ fyrir Stöð 2

Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Þetta kemur fram á Vísi og í Fréttablaðinu.

Tökum á „The Trip“ frestað um óákveðinn tíma

Fyrirhuguðum tökum á þáttaröðinni The Trip, í leikstjórn Baldvins Z, hefur verið frestað um óákveðinn tíma, en þær áttu að hefjast í febrúar og hefur stór hópur unnið að undirbúningi verkefnisins.

Variety um „Lof mér að falla“: Stendur uppúr öðrum nýlegum myndum um fíkla

Alissa Simon, gagnrýnandi Variety, skrifar um Lof mér að falla sem nú er sýnd á Busan hátíðinni í S-Kóreu. Hún segir myndina standa uppúr öðrum nýlegum myndum sem fjalli um heim fíkla.

Baldvin Z ræðir „Lof mér að falla“

Baldvin Z. heimsótti kvikmyndafræðinema við Háskóla Íslands nýverið og spjallaði um Lof mér að falla fyrir fullum sal áhugafólks um kvikmyndagerð. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ritaði stytta og ritstýrða útgáfu af því sem bar á góma í umræðunum.

Hollywood Reporter um „Lof mér að falla“: Grípandi og hjartnæm

Stephen Dalton hjá The Hollywwod Reporter skrifar um Lof mér að falla Baldvins Z frá Toronto hátíðinni sem er nýlokið. Hann segir myndina grípandi og hjartnæma frásögn um kunnuglegt efni, sem geri bæði angist og alsælu vímuefnamisnotkunar góð skil, þökk sé góðum leikarahópi, flottri myndatöku og handriti.

Engar stjörnur um „Lof mér að falla“: Raunveruleg saga af raunverulegu fólki

"Þetta er ekki spennuþrungin frásögn heldur næm og grípandi umfjöllun um fíkla – sem hér eru venjulegar manneskjur með ástríður og drauma, ekki tölur á blaði eða hættulegir glæpamenn," segir Sólveig Johnsen hjá Engum stjörnum, kvikmyndaumfjöllun Kvikmyndafræðideildar HÍ um Lof mér að falla Baldvins Z.

Menningarvefur RÚV um „Lof mér að falla“: Mikilvæg mynd um grimman heim eiturlyfjaneyslu

"Það er mikilvægt að sem flestir unglingar og foreldrar sjái þessa mynd og ræði saman um efni hennar," segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi Menningarvefs RÚV um Lof mér að falla Baldvins Z.

Menningarsmygl um „Lof mér að falla“: Þegar eymdin ein er eftir

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Lof mér að falla eftir Baldvin Z á vef sinn Menningarsmygl. Hann segir margt fantavel gert í myndinni en að hún falli á handritinu, "ekki einstaka veikleikum í uppbyggingu sögunnar, heldur miklu frekar á því að handritið er ekki alveg jafn hugrakkt og kvikmyndagerðin sjálf."

Fréttablaðið um „Lof mér að falla“: Skítug tuska framan í smáborgara

"Fantavel leikin og í grunninn vel gerð bíómynd um brýnt efni sem verður langdregin vegna þess að höfundarnir gera hana af alúð og virðingu og liggur meira á hjarta en formið þolir," segir Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu um Lof mér að falla Baldvins Z.

Morgunblaðið um „Lof mér að falla“: Vandað og áhrifaríkt

Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu skrifar um Lof mér að falla eftir Baldvin Z og segir hana vandaða og áhrifaríka, en veltir fyrir sér hvort ganga hefði mátt enn lengra í að sýna hörmungar dópheimsins. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.

Menningin um „Lof mér að falla“: Vægðarlaus innsýn í líf fíkla

"Krefjandi en áhrifamikil kvikmynd þar sem áhorfandinn sogast hægt og rólega niður í eiturlyfjafenið", segir Hlín Agnarsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar um Lof mér að falla eftir Baldvin Z.

Frumsýning: „Lof mér að falla“

Lof mér að falla eftir Baldvin Z verður frumsýnd í Senubíóunum þann 7. september. Forsýningar fara fram í kvöld og á morgun. Hátíðarsýning fór fram í gær, en myndin er heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni um helgina.

„Lof mér að falla“ valin á Toronto hátíðina

Lof mér að falla eftir Baldvin Z hefur verið valin á Toronto hátíðina sem hefst þann 6. september næstkomandi. Myndin verður frumsýnd á Íslandi þann 7. september.

„Reynir sterki“ og „Viktoría“ fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama

Heimildamyndin Reynir sterki eftir Baldvin Z og stuttmyndin Viktoría eftir Brúsa Ólason hafa verið valdar til þátttöku á Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö 20.-25. september næstkomandi.

Wild Bunch með alþjóðlega sölu á þáttaröð Baldvins Z og Glassriver, „The Trip“

Sjónvarpsarmur franska sölufyrirtækisins Wild Bunch sér um alþjóðlega sölu og kemur einnig að fjármögnun þáttaraðarinnar The Trip sem Baldvin Z mun leikstýra. Glassriver er aðalframleiðandi og Síminn mun sýna þættina á Íslandi.

Glassriver kynnir væntanleg verkefni í Gautaborg

Glassriver, nýtt framleiðslufyrirtæki Baldvins Z., Harðar Rúnarssonar, Arnbjargar Hafliðadóttur og Andra Óttarssonar, mun kynna væntanleg verkefni sín fyrir meðframleiðendum og dreifingaraðilum á Gautaborgarhátíðinni.

Guðmundur Andri um „Reyni sterka“: Hugsjón íslenska karlmannsins um frelsi og líf á eigin forsendum

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og þingmaður skrifar um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z. á fésbókarsíðu sína í kjölfar sýningar á myndinni á RÚV á nýársdag. Hann segir meðal annars: "Mögnuð mynd, sem leiddi hugann að gömlum sagnaþáttum og þjóðlegum fróðleik; kannski að í þessari mynd hafi íslenskum kvikmyndagerðarmanni lánast að tengja list sína við þennan mikilvæga en forsmáða hluta íslenskra bókmennta." Umsögn hans er birt hér í heild með leyfi höfundar.

Hugrás um „Reyni sterka“: Frá ofurhetju til afbyggingar

Björn Þór Vilhjálmsson skrifar á Hugrás um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z. og segir hana um margt framúrskarandi, en erfitt sé að sætta sig við að uppljóstrun um að Reynir hafi verið ofbeldismaður og hugsanlega kynferðisbrotamaður sé sett innan sviga.

Morgunblaðið um „Reyni sterka“: Stórstjarna, skúrkur og harmræn hetja

"Stefna myndarinnar hefði getað verið markvissari," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z, en bætir því við að fjölskylda Reynis hafi stórmerkilega og spennandi sögu að segja. Hún gefur myndinni þrjár stjörnur.

Fréttablaðið um „Reyni sterka“: Þrjóska, viljastyrkur og yfirnáttúruleg atorka

"Skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á," segir Tómas Valgeirsson í Fréttablaðinu um Reyni sterka Baldvins Z og gefur fjórar stjörnur.

Baldvin Z: Reynir sterki veitti leyfi að handan

„Reynir var einhvern veginn fastur í sínum eigin fjötrum en á sama tíma braust hann sífellt úr öðrum fjötrum sem hann lét setja á sig, hlekkjum, böndum eða lét læsa sig inni í klefum. Það er mjög skemmtileg metafóra í hans lífi,“ segir Baldvin Z leikstjóri um heimildamyndina Reyni sterka í viðtali við RÚV.

[Stikla] „Reynir sterki“

Heimildamyndin Reynir sterki eftir Baldvin Z um samnefndan aflraunamann verður frumsýnd 10. nóvember. Stikla verksins hefur verið opinberuð.

Ingvar Þórðarson um „Lof mér að falla“ og leynivopn Íslands

Ingvar Þórðarson framleiðandi ræðir við vef Norræna sjóðsins um verkefnin framundan, Lof mér að falla, Lifun (Imagine Murder) og önnur sem eru í þróun. Hann segir markmið þeirra Júlíusar Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands það sama og frá byrjun; að segja sterkar sögur, gjarnan byggðar á raunverulegum atburðum, uppgötva hæfileikafólk og rækta það.

[Plakat] „Reynir sterki“, frumsýnd 10. nóvember

Plakat heimildamyndarinnar Reynir sterki eftir Baldvin Z hefur verið opinberað. Myndin verður frumsýnd þann 10. nóvember næstkomandi.

Baldvin Z: Miklu erfiðara að gera heimildamynd en leikna mynd

Baldvin Z mun frumsýna heimildamynd sína um Reyni sterka í haust, en tökur eru nú nýhafnar á þriðju bíómynd hans, Lof mér að falla. Hann ræðir við Vísi um heimildamyndina og nýju bíómyndina.

„Fyrir Magneu“ Baldvins Z fær rúmar 23 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Nýjasta bíómynd Baldvins Z, Fyrir Magneu, hlaut á dögunum 1,7 milljón norskra króna í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Það samsvarar rúmum 23 milljónum íslenskra króna. Verkefnið, sem fer í tökur síðsumars, hefur einnig hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð auk þess sem RÚV tekur einnig þátt í fjármögnun.

Baldvin Z ræðir um „Case“

Baldvin Z ræðir við breska vefinn Crimetime um þáttaröðina Case (Réttur 3), nálgunina og hugmyndirnar bakvið verkið. Einnig kemur hann inná framtíðarverkefni og stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð.

„Réttur 3“ sýnd á vegum Channel 4 í Bretlandi

Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 hefur keypt sýningarréttinn að þáttaröðinni Réttur 3 sem Baldvin Z leikstýrði. Þáttaröðin verður sýnd á sérstakri VOD rás stöðvarinnar, Walter Presents, sem sérhæfir sig í þáttaröðum á erlendum tungumálum.

Ólafur Arnalds og Baldvin Z vinna að tónlistarmyndinni „Island songs“

Ólafur Arnalds tónlistarmaður og Baldvin Z vinna nú að tónlistarmyndinni Island songs. Tökur munu standa yfir í allt sumar víðsvegar um Ísland og mun Ólafur vinna með völdum tónlistarmanni á hverjum stað. Hugmyndin er að birta nýtt lag vikulega, á mánudögum frá og með deginum í dag.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR