HeimEfnisorðÁrni Ólafur Ásgeirsson

Árni Ólafur Ásgeirsson

[Stikla] Þáttaröðin QUEEN eftir Árna Ólaf Ásgeirsson væntanleg á Netflix

Þáttaröðin Queen kemur á Netflix næsta fimmtudag. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar og stóð til að hann leikstýrði þáttunum. Hann skrifaði einnig handrit þáttanna ásamt Kacper Wysocki. Árni lést í fyrravor.

Marta Luiza Macuga: Ljúfsárt að sjá WOLKA loksins á hvíta tjaldinu

Pólsk-íslenska kvikmyndin Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson heitinn kemur í bíó 15. október. Menningin á RÚV ræddi við Mörtu Luizu Macuga leikmyndahönnuð myndarinnar og eiginkonu Árna og leikkonuna Olga Bołądź sem fer með aðalhlutverkið.

Lestin um WOLKA: Útlaginn Anna fer til Eyja

"Myndin undirstrikar einfaldlega hversu afskaplega mikið íslensk kvikmyndagerð missti við fráfall Árna Ólafs, hann var nefnilega rétt að byrja," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í Lestinni um Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar.

Screen um WOLKA: Vel gerður þriller

Allan Hunter gagnrýnandi ScreenDaily skrifar um Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar sem tekur þátt í Kvikmyndahátíðinni í Hamborg þessa dagana, en verður frumsýnd á RIFF á morgun. Hunter segir myndina bera hæfileikum Árna Ólafs vitni og kallar hana vel gerðan þriller með þungri undiröldu sem sé ágætlega söluvænleg.

WOLKA, síðasta kvikmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar, Íslandsfrumsýnd á RIFF

Wolka, síðasta mynd Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári, verður Íslandsfrumsýnd sem opnunarmynd Icelandic Panorama á RIFF þann 6. október í Bíó Paradís.

Tökur að hefjast á pólskri Netflix seríu eftir handriti Árna Ólafs Ásgeirssonar

Tökur eru að hefjast í Póllandi á þáttaröðinni Queen fyrir Netflix. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar og stóð til að hann leikstýrði þáttunum. Árni Ólafur skrifaði einnig handrit þáttanna ásamt Kacper Wysocki. Árni lést í vor.

Viðtal við Árna Óla frá 1999: Fyrst og fremst ævintýramennska

Eitt fyrsta viðtalið við Árna Ólaf Ásgeirsson birtist í Landi & sonum, málgagni kvikmyndagerðarmanna, haustið 1999. Þá var Árni að ljúka námi sínu í leikstjórn við Kvikmyndaskólann í Lodz í Póllandi. Viðtalið tók Skarphéðinn Guðmundsson, núverandi dagskrárstjóri RÚV.

Hilmar Sigurðsson um Árna Óla: Gaf ekkert eftir í list sinni allt fram í það síðasta

Árni Ólafur Ásgeirsson lést í byrjun síðustu viku, 49 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi. Hann fæddist árið 1972, nam kvikmyndagerð við hinn virta skóla Łódź í Póllandi og leikstýrði fjórum kvikmyndum í fullri lengd á ferli sínum.

Styrktarsjóður stofnaður til stuðnings fjölskyldu Árna Óla

Hópur vina og samstarfsfólks Árna Ólafs Ásgeirssonar og eiginkonu hans Mörtu stofnuðu styrktarsjóð til stuðnings fjölskyldunni fyrir nokkru. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona fer fyrir hópnum. Hún birti í gær nýja færslu á Facebook síðu söfnunarinnar.

Dagur Kári minnist Árna Óla

Dagur Kári Pétursson minnist vinar síns og kollega Árna Ólafs Ásgeirssonar í eftirfarandi pistli sem hann birti fyrr í kvöld á Facebook síðu sinni.

Ánægja með Nordic Film Market á Gautaborgarhátíðinni, WOLKA Árna Ólafs meðal umtalaðra verka í vinnslu

Nordic Film Market, sem er hluti Gautaborgarhátíðarinnar, fór fram á netinu að þessu sinni. Metfjöldi bransafólks tók þátt, eða 734 frá 46 löndum. Ánægja ríkir með fyrirkomulagið og Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson var meðal þeirra verkefna sem vöktu umtal, segir í frétt Nordic Film and TV News.

Tökur standa yfir á íslensk/pólsku spennumyndinni WOLKA

Tökur standa nú yfir á íslensk/pólska spennudramanu Wolka í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Sagafilm og Film Produkcja í Póllandi framleiða.

„Lói“ fær verðlaun í Kristiansand og góða aðsókn víða um heim

Lói - þú flýgur aldrei einn í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar hlaut aðalverðlaun Alþjóðlegu barnamyndahátíðarinnar í Kristiansand í Noregi í dag. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar en hún tekur þátt í ýmsum hátíðum þessar vikurnar. Á undanförnum vikum hefur myndin verið tekin til sýninga í ýmsum löndum og er nú á topp tíu listum í Rússlandi, Mexíkó og Argentínu og hefur halað inn yfir 200 milljónir króna. Nú um helgina bætast fleiri lönd við.

Engar stjörnur um „Lóa“: Þétt og lifandi sögusvið

Vilhjálmur Ólafsson skrifar um Lóa - þú flýgur aldrei einn í Engar stjörnur, gagnrýnendasíðu Kvikmyndafræði Háskólans. Hann segir heimssköpun myndarinnar bæði frumlegri og skemmtilegri en í ýmsum öðrum teiknimyndum, en kvenpersónur myndarinnar hefðu mátt eiga stærri þátt í framvindunni.

Fréttablaðið um „Lóa“: Feykilega vel heppnuð

Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu segir Lóa - þú flýgur aldrei einn feykilega vel heppnaða teiknimynd, áferðarfallega, fyndna og spennandi. Hann gefur myndinni fimm stjörnur (að ósk 10 ára dóttur sinnar).

Reykjavik Grapevine um „Lóa“: Skemmtir krökkunum

Valur Gunnarsson skrifar um Lóa - þú flýgur aldrei einn í Reykjavik Grapevine og segir hana takast það markmið sitt að skemmta krökkunum.

[Stikla] „Lói – þú flýgur aldrei einn“ frumsýnd 2. febrúar

Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn er frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu í dag. Myndin hefur þegar verið seld til 55 landa en kostnaður nemur 1,1 milljarði króna. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni og Ives Agemans. Friðrik Erlingsson skrifar handritið.

„Lói – þú flýgur aldrei einn“ fær 37 milljónir frá Norræna sjóðnum

Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hlaut rúmar 37 milljónir í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Verkefnið, sem er byggt á handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar, verður frumsýnt 2017. GunHil framleiðir.

Lói finnur félaga

Teiknimyndafyrirtækið GunHil hefur undirritað samninga við belgíska fyrirtækið Cyborn vegna framleiðslu á teiknimyndinni Lói - –þú flýgur aldrei einn. Myndin verður ein allra dýrasta íslenska myndin sem gerð hefur verið, en frameiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna.

Nýtt kynningarplakat „Lóa: þú flýgur aldrei einn“ afhjúpað

Nýtt kynningarplakat teiknimyndarinnar Lói: þú flýgur aldrei einn (Ploey: You Never Fly Alone) hefur verið afhjúpað í tengslum við kvikmyndamarkaðinn í Cannes sem nú stendur yfir.

Teiknimyndin „Lói – þú flýgur aldrei einn“ fær vilyrði frá KMÍ

Klapptré hefur heimildir fyrir því að teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hafi fengið vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð uppá 90 milljónir króna. Verkefnið hefur verið nokkur ár í vinnslu á vegum GunHil, fyrirtækis Hilmars Sigurðssonar og Gunnars Karlssonar, sem einnig stóðu að teiknimyndinni Þór - hetjur Valhallar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR