spot_img

[Stikla] WOLKA eftir Árna Ólaf Ásgeirsson sýnd á Íslandi í haust

Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar verður sýnd hér á landi í haust en myndin var frumsýnd í Póllandi þann 28. maí síðastliðinn.

Wolka opnaði í 75 bíóum í Póllandi og var í áttunda sæti pólska aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Tekjur af sýningum myndarinnar í Póllandi nema nú um 6,3 milljónum króna.

Wolka fjallar hina pólsku Önnu sem losnar úr pólsku fangelsi eftir 16 ára dvöl. Hún á sér það markmið að finna konu að nafni Dorota. Til þess þarf Anna hinsvegar að brjóta skilorð, brjóta lög og leggja allt undir þegar hún kemst að því að Dorotu sé líklega að finna á Íslandi.

Meðal leikara í myndinni eru pólska stórstjarnan Olga Bołądź sem fer með hlutverk Önnu, Janusz Cieciera, Eryk Lubos, Anna Moskal og íslenski leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Framleiðendur myndarinnar eru Hilmar Sigurðsson og Beggi Jónsson hjá Sagafilm og Stanislaw Dziedzic hjá Film Produkcja í Póllandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR