Stikla þáttaraðarinnar Dimma hefur verið opinberuð. Þættirnir eru væntanlegir í Sjónvarp Símans 12. september. Sænski leikstjórinn Lasse Hallström leikstýrir en verkið byggir á skáldsögu Ragnars Jónassonar.
Tökur hefjast í lok ágúst. Verkefnið er skrifað af Herði Rúnarssyni í samvinnu við Birki Blæ Ingólfsson. Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson leikstýra.
Þáttaröðin Skvís í leikstjórn Reynis Lyngdal kemur í Sjónvarp Símans í lok mars. Tanja Björk Ómarsdóttir, Hlín Ágústsdottir, Ólöf Birna Torfadóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir skrifa handrit.
Þáttaröðin Gestir hefur öll verið til sýnis í Sjónvarpi Símans Premium frá 14. febrúar síðastliðnum. Aðstandendur verksins hafa gert handrit þáttanna aðgengileg á vefnum.
Þáttaröðina Iceguys um samnefnt strákaband er að finna í Sjónvarpi Símans. Þættirnir komu út í október síðastliðnum og hafa notið mikilla vinsælda hjá áskrifendum Sjónvarps Símans.
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt í styrkveitingum Kvikmyndamiðstöðvar til leikinna þáttaraða og að kvikmyndasjóður hafi verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið meðan engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk.
Stefnt er að tökum síðsumars á þáttaröðinni Gestir fyrir Sjónvarp Símans. Ásgeir Sigurðsson (Harmur) leikstýrir, skrifar handrit og fer með aðalhlutverk ásamt því að vera einn framleiðenda.
Teiknimyndaþáttaröðin Tulipop birtist í dag í Sjónvarpi Símans Premium. Þáttaröðin fjallar um fjölbreytileikann og vináttuna á ævintýraeyjunni Tulipop.
Þáttaröðin Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur birtist í heild sinni á efnisveitu Símans, Sjónvarp Símans Premium, um páskana. Síminn hefur gefið út að þáttaröðin hafi slegið áhorfsmet hjá miðlinum með yfir 210 þúsund spilanir á fyrstu dögunum.
„Vönduð persónusköpun yfirgnæfir brostnar væntingar til sögufléttunnar og áhorfendur sogast inn í virkni kvennanna, sem afhjúpar þær bæði sem breyskar og skeikular á sama tíma og þær reyna að bæta fyrir syndir sínar,“ segir Katrín Guðmundsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um þáttaröðina Systrabönd.
Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson er komin í Sjónvarp Símans Premium en verður einnig sýnd í opinni dagskrá fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:35 í Sjónvarpi Símans.
"Virkilega vel gerðir, notalegir og skemmtilegir þættir þar sem harmur og grín vega hárfínt salt þannig að útkoman er eiginlega bara ógeðslega krúttleg," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um þættina Jarðarförin mín í leikstjórn Kristófers Dignusar Péturssonar.
Tvær klippur úr þáttaröðinni Jarðarförin mín hafa verið opinberaðar. Í þáttaröðinni leikur Þórhallur Sigurðsson (Laddi) dauðvona mann sem ætlar að skipuleggja og vera viðstaddur sína eigin gala jarðarför. Öll þáttaröðin er væntanleg á morgun miðvikudaginn 8. apríl í Sjónvarp Símans Premium og fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá á Páskadag í Sjónvarpi Símans.
Sjónvarp Símans Premium hefur sent frá sér nýja heimildaþáttaröð, Skandal, þar sem þýski rannsóknarblaðamaðurinn Boris Quatram leitar svara í Geirfinnsmálinu, sem íslenskum yfirvöldum tókst ekki að upplýsa en frömdu þess í stað dómsmorð á sex ungmennum, eins og segir í tilkynningu.