[Stikla] REYKJAVÍK FUSION væntanleg í Sjónvarp Símans í haust

Þáttaröðin Reykjavík Fusion er væntanleg í Sjónvarp Símans í haust. Stikla hefur verið opinberuð.

Á Vísi segir:

Þættirnir verða sýndir á Sjónvarpi Símans og segja frá matreiðslumeistara sem er að reyna að snúa við blaðinu og vinna til baka traust fjölskyldunnar eftir fangelsisvist.

Þegar allar dyr virðast lokaðar endar hann á að þiggja vafasama peninga frá gömlum félaga úr fangelsinu til að stofna lúxusveitingastað gegn því að þvætta þá í gegnum reksturinn. Þetta setur bæði skilorðið hans og seinna meir líf hans og fjölskyldunnar í hættu.

Þetta er fyrsta sjónvarpsþáttaserían frá framleiðslufyrirtækinu Act4 og kemur hugmyndin frá Herði Rúnarssyni. Hann skrifar seríuna ásamt Birki Blæ Ingólfssyni, sem margir þekkja sem öflugan handritshöfund. Í aðalhlutverkum eru Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir, en í þáttunum má líka sjá stóran hóp frábærra leikara eins og Þröst Leó, Unni Birnu Backman, Góa, Þorstein Gunnarsson og fleiri.

Leikstjórar seríunnar eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson og Skot Productions eru meðframleiðendur.

HEIMILDVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR