Heimildamyndin THE EXTRAORDINARY MISS FLOWER með Emilíönu Torrini fær góðar viðtökur í Bretlandi

Nýverið hófust sýningar á heimildamyndinni The Extraordinary Miss Flower í Bretlandi. Emilíana Torrini fer með lykilhlutverk í þessari tilraunakenndu og tónlistartengdu kvikmynd, sem leikstýrt er af þeim Iain Forsyth og Jane Pollard, sem áður gerðu heimildamyndina 20.000 Days on Earth með Nick Cave.

Í kynningu er verkinu lýst sem blöndu af kvikmynd, leikhúsi og óráðsdraumi. Myndin segir sögu Geraldine Flower í gegnum bréf sem henni voru send á sjöunda og áttunda áratugnum. Emilíana og Simon maður hennar komust yfir bréfin og það varð Emilíönu hvatning til að snúa aftur í hljóðverið og taka upp tónlist.

Í myndinni flytur hún þessa tónlist ásamt hópi annarra tónlistarmanna, þar á meðal Lovísu Sigrúnardóttur. Á milli flytja ýmsir kunnir leikarar og skemmtikraftar kafla úr bréfunum.

Breska leikkonan Caroline Catz (Doc Martin þættirnir) fer með hlutverk Geraldine Flower.

Í umsögn The Guardian segir meðal annars um myndina:

„intriguing, gorgeous and creative documentary – a film somewhere between an installation with songs and an extended music promo. It features Torrini and her band performing songs from the album, some dramatised scenes (actor Caroline Catz plays Flower), plus a bit of modern dance. This description makes it sound like art school navel gazing, but while it can be mildly frustrating, The Extraordinary Miss Flower is a real pleasure: luxuriant like a good glass of red wine. Partly that’s down to the songs, vivacious pop-electronica numbers sung with seductive intimacy by Torrini, who is pretty extraordinary herself.“
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR