Í kynningu er verkinu lýst sem blöndu af kvikmynd, leikhúsi og óráðsdraumi. Myndin segir sögu Geraldine Flower í gegnum bréf sem henni voru send á sjöunda og áttunda áratugnum. Emilíana og Simon maður hennar komust yfir bréfin og það varð Emilíönu hvatning til að snúa aftur í hljóðverið og taka upp tónlist.
Í myndinni flytur hún þessa tónlist ásamt hópi annarra tónlistarmanna, þar á meðal Lovísu Sigrúnardóttur. Á milli flytja ýmsir kunnir leikarar og skemmtikraftar kafla úr bréfunum.
Breska leikkonan Caroline Catz (Doc Martin þættirnir) fer með hlutverk Geraldine Flower.
Í umsögn The Guardian segir meðal annars um myndina: