HeimEfnisorðKvikmyndaskóli Íslands

Kvikmyndaskóli Íslands

Framtíð Kvikmyndaskóla Íslands í mikilli óvissu

Böðvar Bjarki Pétursson, eigandi og stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands, segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra standa gegn yfirfærslu skólans á háskólastig. Þá sé nemendum nú neitað um námslán og þjónustusamningur við ríkið sé ekki lengur í gildi.

Ólafur Árheim: Ef þú kannt að setja saman hljóð og mynd þarf ekki langan kreditlista

Ólafur Árheim Ólafarson leikstjóri kvikmyndarinnar Eftirleikir sem frumsýnd var 31. október, segir meðal annars að nú sé hægt að gera kvikmyndir fyrir það lítinn pening að þær gætu raunverulega staðið á eigin fótum hér á landi, en til þess þurfi kvikmyndagerðarmaðurinn að vera góður í öllu.

Börkur Gunnarsson og hinar skapandi áskoranir

Spjall við við Börk Gunnarsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands um framlag skólans til íslenskrar kvikmyndagerðar, hvaðan nemendurnir koma og væntingar þeirra, áskoranirnar í rekstrinum og reynslu hans af rektorsstarfinu.

Þau unnu Sprettfisk

Verðlaunaafhending Sprettfisks, stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar, fór fram á lokadegi hátíðarinnar. Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands áttu rúman meirihluta þeirra verka sem tóku þátt í Sprettfisk og uppskáru verðlaun fyrir bestu leiknu stuttmyndina og bestu heimildastuttmyndina.

Alþjóðlegur sérfræðingahópur gefur Kvikmyndaskólanum góða einkunn en mælir með umbótum vegna umsóknar um háskólaviðurkenningu

Alþjóðlegur hópur sérfræðinga hefur lagt fram skýrslu þar sem starf Kvikmyndaskóla Íslands er metið í tengslum við umsókn hans um háskólaviðurkenningu. Lagðar eru til ýmsar úrbætur sem skólinn hyggst vinna úr á næstu vikum. Vonir standa til að viðurkenningin fáist á vormánuðum.

Börkur Gunnarsson tekur við af Friðrik Þór sem rektor Kvikmyndaskólans

Börkur Gunnarsson leikstjóri og handritshöfundur hefur verið settur rektor Kvikmyndaskóla Íslands frá 1. september til áramóta. Friðrik Þór Friðriksson sem verið hefur rektor Kvikmyndaskóla Íslands síðastliðin fimm ár mun láta af störfum 1. september næstkomandi.

Kvikmyndaskóli Íslands hefur samstarf við Julliard listaháskólann í New York

Kvikmyndaskóli Íslands hóf nú á dögunum samstarf við hinn virta bandaríska listaháskóla Julliard í New York. Samstarfið fer þannig fram að Kvikmyndaskóli Íslands mun árlega bjóða útskriftarnemum að senda myndir til tónskáldadeildar Julliard sem mun tengja sína nemendur við leikstjóra frá Kvikmyndaskólanum.

Ákvörðun um kvikmyndanám til LHÍ „vanhugsuð“, segir Friðrik Þór

„Þetta er fyrst og fremst sorglegt,“ segir Friðrik Þór Friðriksson rektor Kvikmyndaskóla Íslands í viðtali við RÚV um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela Listaháskólanum að annast kennslu kvikmyndanáms á háskólastigi.

Kvikmyndaskóli Íslands væntir viðurkenningar háskólastigs í ágústbyrjun

Kvikmyndaskóli Íslands væntir þess að fá fullnaðar viðurkenningu stjórnvalda sem háskóli síðsumars. Formleg kynning á væntanlegum háskóla er hafin með útgáfu tímarits þar sem námið er kynnt og rætt við helstu stjórnendur fagsviða.

Háskólayfirfærsla Kvikmyndaskóla Íslands í fullri vinnslu

Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu varðandi kvikmyndanám á haskólastigi þar sem segir meðal annars: "Samkvæmt fréttaflutningi RÚV og Listaháskóla Íslands má skilja að val hafi átt sér stað, við þá ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins heimila undirbúning samningagerðar við Listaháskólans um stofnun kvikmyndadeildar við skólann. Þetta er kynnt eins og úthlutun hafi átt sér stað eftir keppni. Þetta er misskilningur."

Hvar er kvikmyndanám á háskólastigi?

"Hugmyndir um kvikmyndanám á háskólastigi eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Áætlanir og umræður um slíka deild hafa verið í deiglunni síðastliðna tvo áratugi eða svo. Í ljósi þeirrar umræðu sem skapast hefur að undanförnu um nám í kvikmyndagerð á háskólastigi er rétt að setja málið í frekara samhengi og árétta nokkur atriði." Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem hópur íslensks kvikmyndafólks skrifar undir.

Útskriftarmynd Helenu Rakel fær CILECT viðurkenningu

Útskriftarmynd Helenu Rakelar frá Kvikmyndaskóla Íslands, Bland í poka, var í gær valin 17. besta myndin af 118 í árlegri stuttmyndasamkeppni CILECT, alheimssamtaka kvikmyndaskóla.

Sigrún Sigurðardóttir ráðin aðstoðarrektor Kvikmyndaskólans

Dr. Sigrún Sigurðardóttir, dósent á Heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, hefur verið ráðin sem aðstoðarrektor Kvikmyndaskóla Íslands frá 1. september næstkomandi.

Kvikmyndaskóli Íslands flytur á Suðurlandsbraut og stefnir á háskólastig

Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert leigusamning til tuttugu ára við eigendur hússins við Suðurlandsbraut 18. Þá er vonast til þess að skólinn verði viðurkenndur á háskólastigi um næstu áramót.

Kvikmyndaskóli Íslands auglýsir eftir aðstoðarrektor

Kvikmyndaskóli Íslands auglýsir eftir aðstoðarrektor, en umsóknarfrestur er til 21. júní. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu af stjórnun og rekstri menntastofnunar.

Hilmar Oddsson lætur af störfum sem rektor Kvikmyndaskólans

Hilmar Oddsson hefur sagt lausu starfi sínu sem rektor Kvikmyndaskóla Íslands, en hann hefur gegnt því undanfarin sjö ár. Jóna Finnsdóttir deildarstjóri leikstjórnar- og framleiðsludeildar og Jörundur Rafn Arnarson deildarstjóri skapandi tækni, hafa einnig látið af störfum. 

Kvikmyndaskólinn greiðir úr rekstrarvanda

Kvikmyndaskóli Íslands hefur átt í nokkrum rekstrarvanda undanfarna mánuði en aðstandendur hans sjá fram á úrlausn þeirra mála um þessar mundir. RÚV fór yfir málefni skólans á dögunum og ræddi meðal annars við Böðvar Bjarka Pétursson, eiganda skólans og nokkra stundakennara.

Jörundur og Jóna ráðin til Kvikmyndaskóla Íslands

Tveir nýir deildarforsetar hafa hafið störf við Kvikmyndaskóla Íslands. Þetta eru þau Jóna Finnsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri LHÍ, sem nú veitir leikstjórnar- og framleiðsludeild forstöðu og Jörundur Rafn Arnarson myndbrellumeistari, sem tekur við sem yfirmaður deildar skapandi tækni.

Hilmar Oddsson rektor KVÍ: Frá vori til sumars

Útskriftarhátíð Kvikmyndaskóla Íslands hefst í Bíó Paradís í dag og stendur fram á laugardag. Til sýnis eru verk nemenda sem unnin hafa verið á önninni og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Í útskriftarhefti skólans ritar Hilmar Oddsson rektor stutt ávarp sem hann hefur gefið Klapptré leyfi til að birta.

Kvikmyndaskólinn: Stöður deildarforseta auglýstar vegna undirbúnings náms á háskólastigi

Kvikmyndaskólinn hefur birt á vef sínum pistil um það sem er á döfinni hjá skólanum og lýtur að fyrirhuguðu námi á háskólastigi sem og væntanlegu framtíðarhúsnæði.

Kvikmyndaskólinn auglýsir lausar stöður fjögurra deildarforseta

Kvikmyndaskóli Íslands birtir auglýsingu í dag þar sem óskað er eftir umsóknum um lausar stöður fjögurra deildarforseta; leikstjórn/framleiðslu, Handrit/leikstjórn, skapandi tækni og leiklistar.

Gengið frá þjónustusamningi til þriggja ára við Kvikmyndaskóla Íslands

Gengið hefur verið frá þjónustusamningi milli menntamálaráðuneytisins og Kvikmyndaskóla Íslands sem gildir til ársloka 2018. Aðstandendur Kvikmyndaskólans segja þetta muni gjörbreyta stöðu skólans.

Kvikmyndaskólinn og stærstu framleiðslufyrirtækin ræða starfsþjálfunarkerfi 

Kvikmyndaskóli Íslands átti í vikunni fund með stærstu framleiðslufyrirtækjum í landinu í þeim tilgangi að koma á formlegum samskiptum milli skólans og atvinnulífsins í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtækin þrú eru Saga film, Pegasus og True North en var þeim boðið til fundar í skólanum til að kynna þeim starfsemi hans.

Fréttaveitan IFS News hefur göngu sína

Kvikmyndaskóli Íslands hefur hleypt af stokkunum fréttaveitunni IFS news á Twitter. Þar birtast á hverjum degi fréttir af kvikmyndagerð úr öllum heimsálfum. Eysteinn Guðni Guðnason er ritstjóri en hann á að baki fjölbreyttan feril sem blaðamaður með kvikmyndir sem sérsvið, auk þess að hafa stundað margvíslegar rannsóknir meðal annars á íslenskri kvikmyndasögu.

Kvikmyndaskóli Íslands hefur kennslu fyrir erlenda nemendur í haust

Kvikmyndaskóli íslands stefnir á að hefja kennslu á ensku, ætlaða alþjóðlegum nemendum, í haust. Þetta kemur fram í spjalli Böðvars Bjarka Péturssonar stjórnarformanns skólans við Lísu Pálsdóttur í þættinum Flakk á Rás 1.

Mennirnir á bakvið Djúpavogsmyndina

Heima er best, myndband Djúpavogshrepps og Afls starfsgreinafélags, þar sem lýst er sjónarmiðum heimamanna í "Vísismálinu" svokallaða, hefur vakið gríðarlega athygli og umræður. Myndbandið var unnið af kvikmyndagerðarmönnunum Sigurði Má Davíðssyni og Skúla Andréssyni sem báðir eru frá Djúpavogi.

Illugi Gunnarsson: „Það má ekki gleyma því að listin er fyrst og fremst listarinnar sjálfrar vegna“

Í ítarlegu viðtali ræðir Ásgrímur Sverrisson við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um margvísleg málefni kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Hér birtist fyrri hluti viðtalsins þar sem rætt er um sóknaráætlun fyrir skapandi greinar, uppbyggingu kvikmyndasjóðs eftir niðurskurð, kvikmyndamenntun og niðurhalsmál. Í seinni hluta viðtalsins sem lesa má hér er rætt um málefni Ríkisútvarpsins.

Þessi eru tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir kvikmyndir

DV hefur opinberað tilnefningar til menningarverðlauna sinna. Í flokki kvikmynda hljóta tilnefningu Kvikmyndaskóli Íslands, Ragnar Bragason, starfsfólk RÚV, Elísabet Ronaldsdóttir og Marteinn Sigurgeirsson.

Getum við gert íslenskan kvikmyndaiðnað að öflugri útflutningsvöru?

FYRIRLESTUR | Getum við skapað 5000 ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði á næstu fimm árum? Getum við gert kvikmyndagerð að jafnoka sjávarútvegs, stóriðju eða ferðamennsku í íslensku efnahagslífi? Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands, lætur sig dreyma stórt.

Balti um Baltasar

Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið að birta á undanförnum dögum nokkur brot úr fyrirlestri Baltasars Kormáks sem hann hélt í skólanum fyrir nokkru. Þar fer hann yfir feril sinn og kvikmyndabransann almennt.

Áfram um að fjölga konum

Rektor Kvikmyndaskólans, Hilmar Oddsson var gestur í þættinum Sjónmáli á Rás 1 í gær. Hann koma víða við í samtali sínu við Hönnu G. Sigurðardóttur og hvatti m.a. konur til dáða í kvikmyndagerð og auglýsti sérstaklega eftir kvenkyns umsækjendum í skólann.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR