Sölufyrirtækið The Playmaker forseldi Lóu - goðsögn vindanna til margra landa á European Film Market sem fram fór samhliða nýyfirstaðinni Berlínarhátíð.
Innlendir kvikmyndaframleiðendur segja ekki vanþörf á þeirri aðstöðu sem fyrirhugað er að koma upp í Hafnarfirði, þar sem á að rísa stórt kvikmyndaver og tengd aðstaða. Ekkert formlegt samstarf hefur þó átt sér stað við aðstandendur verkefnsins, segja viðmælendur Vísis, sem fjallar um málið.
Rætt var við Hilmar Sigurðsson og Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðendur í Lestinni á Rás 1 um stöðuna í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi eftir þriðjungs niðurskurð Kvikmyndasjóðs. „Ég bara held að þetta séu mistök hrein og klár,“ segir Hilmar.
Hilmar Sigurðsson forstjóri Sagafilm bregst við fréttatilkynnningu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um áframhaldandi vöxt íslenskrar kvikmyndagerðar á Fésbókarsíðu sinni og tekur fast til orða.
Kvikmyndaframleiðendur segja að tilkoma streymisveita hafi gjörbylt fjármögnunarmöguleikum í kvikmyndaframleiðslu. Á árinu 2020 var mikill hagnaður í íslenskri kvikmyndagerð. Fjallað er um þetta í Fréttablaðinu.
Á bransadögum RIFF var einn dagurinn tileinkaður framleiðendum. Hér má horfa á upptöku frá þessu spjalli sem stýrt var af kvikmyndablaðamanninum Wendy Mitchell.
Árni Ólafur Ásgeirsson lést í byrjun síðustu viku, 49 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi. Hann fæddist árið 1972, nam kvikmyndagerð við hinn virta skóla Łódź í Póllandi og leikstýrði fjórum kvikmyndum í fullri lengd á ferli sínum.
Forstjóri Sagafilm óttast að þurfa að segja upp öllu sínu starfsfólki, verði frumvarp til breytinga á lögum um endurgreiðslur í kvikmyndaiðnaði samþykkt. Önnur framleiðslufyrirtæki hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn er frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu í dag. Myndin hefur þegar verið seld til 55 landa en kostnaður nemur 1,1 milljarði króna. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni og Ives Agemans. Friðrik Erlingsson skrifar handritið.
Hvergi bólar á þeim framlögum til sjóðsins sem vilyrði voru gefin um í Samkomulaginu 2016. Kristinn Þórðarson formaður SÍK segir félagið munu þrýsta á um þessi framlög. Ýmsir kvikmyndagerðarmenn tjá sig um frumvarpið og láta sér fátt um finnast.
Framleiðslu þáttaraðarinnar Flateyjargátan, er byggjast á bók Viktors Arnars Ingólfssonar, hefur verið slegið á frest þar sem ekki fékkst úthlutun úr Kvikmyndasjóði.
Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.
Samruni framleiðslufyrirtækjanna Sagafilm og GunHil tók formlega gildi um mánaðamótin síðustu Viðskiptablaðið ræðir við Hilmar Sigurðsson forstjóra Sagafilm um stöðuna og verkefnin framundan.
Í tengslum við nýframlagt fjárlagafrumvarp bendir Hilmar Sigurðsson kvikmyndaframleiðandi á að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar hafi hækkað miklu minna á undanförnum árum en framlög til annarra samkeppnissjóða sem og menningarstofnana á borð við Þjóðleikhúsið og Sinfóníuna. Hann áréttar einnig að mikið vanti uppá að markmiðum samkomulagsins milli stjórnvalda og bransans frá 2006 hafi verið náð.
Framleiðslufyrirtækin Sagafilm og GunHil munu sameina krafta sína frá 1. janúar 2017. Guðný Guðjónsdóttir sem stýrt hefur Sagafilm undanfarin ár lætur af störfum að eigin ósk og Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóri GunHil og annar stofnenda, tekur við sem forstjóri Sagafilm.
Hilmar Sigurðsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent.
Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hlaut rúmar 37 milljónir í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Verkefnið, sem er byggt á handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar, verður frumsýnt 2017. GunHil framleiðir.
Hilmar Sigurðsson formaður SÍK ræðir höfundarréttarmál og niðurhal. Hilmar segir meðal annars: "Frelsið á að vera höfunda um hverjir og hvernig þeir nota og neyta efnisins. Það er hið raunverulega frelsi."
Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) er í viðtali við Morgunblaðið í tilefni endurkjörs síns til næstu ára. Hilmar bendir meðal annars á að kvikmyndaframleiðsla hér á landi sé í gríðarlegum vexti, hún skapi nú um 900-1000 ársverk og velti um 15,5 milljörðum, en á síðastliðnum fjórum árum hafi veltan aukist um 300%.
Teiknimyndafyrirtækið GunHil hefur undirritað samninga við belgíska fyrirtækið Cyborn vegna framleiðslu á teiknimyndinni Lói - þú flýgur aldrei einn. Myndin verður ein allra dýrasta íslenska myndin sem gerð hefur verið, en frameiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna.
Nýtt kynningarplakat teiknimyndarinnar Lói: þú flýgur aldrei einn (Ploey: You Never Fly Alone) hefur verið afhjúpað í tengslum við kvikmyndamarkaðinn í Cannes sem nú stendur yfir.
Mikil óánægja ríkir hjá kvikmyndagerðarmönnum vegna stöðu Kvikmyndasjóðs. Þegar er búið að veita vilyrði fyrir fjármunum upp á 442 milljónir úr sjóðnum á yfirstandandi ári en heildar fjármagn sem sjóðurinn hefur til úthlutunar eru 684,7 milljónir króna.
"Í desember í fyrra, þegar ljóst var að ráðherra færi fram með 42% niðurskurð á kvikmyndasjóði og vísaði í eldra samkomulag, þá óskuðu fagfélög í kvikmyndagerð eftir því formlega við ráðherra að samkomulag greinarinnar yrði endurskoðað og lögðu fram hugmyndir að nýju samkomulagi. Nú er liðið tæpt ár frá því að þessar tillögur voru lagðar fram og enn hefur erindinu ekki verið svarað," segir Hilmar Sigurðsson formaður SÍK.
Norrænu kvikmyndaverðlaunin sem komu í hlut íslenskra kvikmyndagerðarmanna fylla menn bjartsýni en mikill óstöðugleiki í fjármögnun kemur sér afar illa, segir Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda í viðtali við RÚV.
Klapptré hefur heimildir fyrir því að teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hafi fengið vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð uppá 90 milljónir króna. Verkefnið hefur verið nokkur ár í vinnslu á vegum GunHil, fyrirtækis Hilmars Sigurðssonar og Gunnars Karlssonar, sem einnig stóðu að teiknimyndinni Þór - hetjur Valhallar.
Hilmar Sigurðsson formaður SÍK og Friðrik Þór Friðriksson formaður SKL auglýsa eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu.
Hilmar Sigurðsson var endurkjörinn formaður SÍK (Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda) á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gærkvöldi. Kosningin er til tveggja ára.
VIÐHORF | Íslenski fjarskiptageirinn veltir um 50 milljörðum árlega en viðskiptamódel hans byggist á því að hann selur inn á frítt efni sem neytendur sækjast eftir, segir Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda og bendir á að við verðum að fara að átta okkur á því að innihaldið er raunverulega virðið, ekki umbúðirnar eða flutningsleiðirnar.
Sú ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar að styrkja Heimili kvikmyndanna ses til að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en ekki RIFF eins og undanfarin tíu ár, er umdeild.
Hilmar Sigurðsson formaður SÍK var í viðtali við Jón Gunnarsson alþingismann í þættinum Auðlindakistan á ÍNN. Þeir fóru vítt og breitt yfir stöðuna í íslenskum kvikmyndaiðnaði.
Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda ræðir um það hversvegna niðurskurður til kvikmyndagerðar er vond hugmynd út frá uppbyggingu greinarinnar og fyrir efnahaginn í landinu.