HeimEfnisorðHéraðið

Héraðið

HÉRAÐIÐ fær góða dóma vestanhafs

Héraðið eftir Grím Hákonarson er nú í sýningum í Bandaríkjunum. Myndin hefur fengið fjölmargar jákvæðar umsagnir gagnrýnenda og á Rotten Tomatoes hefur hún fengið stimpilinn "Certified Fresh".

LA Times um HÉRAÐIÐ: Kona klekkir á feðraveldi

Michael Rechtshaffen gagnrýnandi Los Angeles Times ber Héraðið eftir Grím Hákonarson saman við Erin Brockovich og Norma Rae og segir Arndísi Hrönn Egilsdóttur íslensku útgáfuna af Frances McDormand umsögn sinni. Sýningar á myndinni hefjast í dag í Bandaríkjunum.

18 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2020

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 18 alþjóðleg verðlaun á Covid-árinu 2020. Alls fengu 6 bíómyndir, 2 heimildamyndir og 4 stuttmyndir verðlaun á árinu. 

Grímur Hákonarson fann fyrir afbrýðisemi íslenskra kollega eftir HRÚTA

Grímur Hákonarson leikstjóri er í viðtali við The Guardian í tilefni af því að sýningar á mynd hans Héraðinu hefjast í Bretlandi í dag. Þar ræðir hann meðal annars um upplifun sína af viðbrögðum sumra kollega sinna hér á landi í kjölfar velgengni Hrúta.

The Guardian um HÉRAÐIÐ: Barist fyrir réttlæti

Peter Bradshaw skrifar um Héraðið eftir Grím Hákonarson í The Guardian, en myndin er frumsýnd í Bretlandi (Curzon Home Cinema) 22. maí. Hann gefur meðal annars Arndísi Hrönn Egilsdóttur glimrandi umsögn og myndinni fjórar stjörnur.

HÉRAÐIÐ keppir um stærstu peningaverðlaun í heimi

Héraðið Gríms Hákonarsonar er meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar nk. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og verður nú haldin í 43. skipti. Drekaverðlaunin eru stærstu peningaverðlaun sem þekkjast á kvikmyndahátíðum, en þau nema einni milljón sænskra króna (rúmum 13 milljónum íslenskra króna).

Óvenju mikið af verkum í sýningum, konur áberandi á lykilpóstum

Óvenju mörg verk íslenskra kvikmyndagerðarmanna eru í sýningum þessa dagana eða alls tíu talsins. Þarna má finna bíómyndir, heimildamyndir, leiknar þáttaraðir og heimildaþáttaraðir. Einnig er óvenjulegt að kvenkyns höfundar standa að baki flestum þessara verka.

Aðsókn | „Goðheimar“ opnar í fjórða sæti

Dansk/íslenska myndin Goðheimar fékk rúma 1500 gesti um frumsýningarhelgina. Hvítur, hvítur dagur og Héraðið eru báðar komnar yfir mesta aðsóknarkúfinn og malla nú áfram.

Fréttablaðið um „Héraðið“: Góðir Framsóknarmenn!

"Þessi lúmskt fyndna tragikómedía úr alíslenskum raunveruleika springur út í dæmisögu sem á við alls staðar á öllum tímum," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Héraðið Gríms Hákonarsonar og gefur henni fjórar stjörnur.

Menningarsmygl um „Héraðið“: Þegar mjólkin súrnar

Flatneskjuleg“ var fyrsta orðið sem ég heyrði um Héraðið þegar fyrstu dómarnir fóru að detta í hús. Það er eitthvað til í því – en það merkilega er að það er að einhverju leyti styrkur myndarinnar," segir Ásgeir H. Ingólfsson á vef sínum Menningarsmygl um kvikmynd Gríms Hákonarsonar.

Jón Viðar Jónsson um „Héraðið“: Spennandi og formúlukennd átakamynd

Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi tjáði sig á dögunum um kvikmyndina Héraðið eftir Grím Hákonarson. Hann segir Grími "takast býsna vel að búa um þetta spennandi og formúlukennda átakamynd um klassískt minni, baráttu einstaklings gegn voldugu og spilltu ofurefli."

Cineuropa um „Héraðið“: Áhrifamikil saga um uppreisn

"Þegar upp er staðið er mynd Gríms áhrifamikil saga um uppreisn í lokuðu samfélagi sem stendur fyrir öll undirokuð samfélög," segir Davide Abbatescianni í Cineuropa um Héraðið Gríms Hákonarsonar.

Screen um „Héraðið“: Áhorfendavæn baráttusaga

Allan Hunter hjá Screen skrifar um Héraðið Gríms Hákonarsonar frá Toronto hátíðinni og segir hana baráttusögu í anda mynda Frank Capra, sem sé vel til þess fallin að koma í kjölfar annarrar baráttumyndar frá Íslandi, Kona fer í stríð.

„Héraðinu“ dreift í 28 Evrópulöndum

Héraðið eftir Grím Hákonarson hlaut nýverið 518.000 evru styrk (rúmlega 70 milljónir króna) frá Creative Europe MEDIA til dreifingar í 28 Evrópulöndum.

Baksvið atburðanna í „Héraðinu“

Stundin fjallar um baksvið þeirra atburða sem sjá má í kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðinu. „Héraðið er í rauninni bara smækkuð mynd af Íslandi. Það er mjög mikil einokun á mörgum sviðum á Íslandi, það er okur og spilling og svo þessi mikla þöggun. Þetta eru allt sterk element í myndinni. Ég hugsa Ingu sem persónugervingur nýja Íslands á meðan kaupfélagið er gamla Ísland,“ segir Grímur í spjalli við Stundina.

Fimm íslenskar bíómyndir í haust

Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.

Morgunblaðið um „Héraðið“: Kraftmikil kvikmyndaupplifun

"Snjöll og skemmtileg mynd með sterka pólitíska slagsíðu sem á erindi við alla, hvort sem þeir búa í sveit eða borg," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins meðal annars í umsögn sinni um Héraðið eftir Grím Hákonarson, sem hún gefur fjórar stjörnur.

Rás 1 um „Héraðið“: Efniviðurinn ber kvikmyndaformið ofurliði

Sagan sem slík náði einhverra hluta vegna aldrei alveg að fanga mig þrátt fyrir að vera að flestu leyti mjög vel gerð kvikmynd sem tekur á gríðarlega áhugaverðu efni," segir Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Tengivagnsins á Rás 1 um Héraðið eftir Grím Hákonarson.

Grímur Hákonarson og Arndís Hrönn Egilsdóttir ræða „Héraðið“

Héraðið eftir Grím Hákonarson verður frumsýnd um land allt í dag. Myndin byggist á sönnum atburðum í kringum Kaupfélag Skagfirðinga, svo lygilegum að leikstjórinn fann sig að eigin sögn knúinn til að setja þá á svið. Rætt var við Grím og Arndísi Hrönn Egilsdóttur, sem fer með aðalhlutverkið, í Mannlega þættinum á Rás 1.

„Héraðið“ til Toronto

Héraðið eftir Grím Hákonarson mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta Toronto hátíðarinnar sem hefst 5. september. Þetta er alþjóðleg frumsýning myndarinnar en sýningar á henni hefjast í Senubíóunum 14. ágúst.

Grímur Hákonarson ræðir „Héraðið“ og næstu verkefni

Grímur Hákonarson leikstjóri er í viðtali við Morgunblaðið í tilefni frumsýningar nýjustu myndar hans Héraðið. Í viðtalinu ræðir Grímur bakgrunn sinn og feril auk væntanlegra verkefna, en líkur eru á að næsta mynd hans verði gerð í Bandaríkjunum.

[Stikla] „Héraðið“ frumsýnd 14. ágúst

Héraðið eftir Grím Hákonarson verður frumsýnd í Senubíóunum miðvikudaginn 14. ágúst. Stikla myndarinnar er komin út og má skoða hér.

Mikill áhugi á íslenskum myndum í vinnslu í Gautaborg

Þrjár væntanlegar íslenskar myndir voru sýndar í Verk í vinnslu flokknum á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð og voru meðal þeirra sem vöktu hvað mesta athygli og umtal, segir Wendy Mitchell hjá Screen.

„Héraðið“ selst víða

New Europe Film Sales hefur þegar gengið frá sölu á Héraðinu, nýrri bíómynd Gríms Hákonarsonar, til margra landa. Tökur eru nýafstaðnar en myndin er kynnt á Cannes hátíðinni sem nú stendur yfir.

„Héraðið“ og „Flateyjargáta“ fá stuðning Norræna sjóðsins

Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar og Flateyjargáta, þáttaröð Björns B. Björnssonar hlutu í dag styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkin fara í tökur á næsta ári.

New Europe Film Sales kynnir þrjár myndir íslenskra leikstjóra í Haugasundi

New Europe Film Sales kynnir þrjár myndir íslenskra leikstjóra í Haugasundi dagana 19.-25. ágúst næstkomandi. Þetta eru Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason, Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Héraðið eftir Grím Hákonarson sem fer í tökur eftir áramót og er væntanleg ári síðar.

Grímar Jónsson ræðir um „Undir trénu“ og „Héraðið“

Grímar Jónsson framleiðandi er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um mynd sína Undir trénu sem Hafsteinn G. Sigurðsson leikstýrir og verður heimsfrumsýnd á Feneyjahátíðinni, sem og næsta verkefni, Héraðið, sem Grímur Hákonarson mun leikstýra.

Screen ræðir við Grím Hákonarson um hátíðaflakk og næsta verkefni

Grímur Hákonarson er nú staddur í Jerúsalem þar sem hann tekur þátt í dómnefnd hins alþjóðlega hluta Jerusalem Film Festival. Screen ræddi við hann um velgengni Hrúta og upplifun hans af hátíðarúntinum undanfarið ár, auk verkefna framundan.

Næst á dagskrá hjá Grími Hákonarsyni

Grímur Hákonarson hefur verið á ferð og flugi um kvikmyndahátíðir heimsins með mynd sína Hrúta og komið heim með á þriðja tug verðlauna. Myndin er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og talin eiga góða möguleika á að hreppa útnefningu til Óskarsverðlauna. Grímur ræddi við Screen International á dögunum um næstu mynd sína, Héraðið.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR