HeimEfnisorðKristín Jóhannesdóttir

Kristín Jóhannesdóttir

Kristín Jóhannesdóttir heiðruð á Rvk Feminist Film Festival

Rvk Feminist Film Festival fer fram í þriðja sinn 5.-8. maí. Að þessu sinni leggur hátíðin áherslu á kynsegin málefni, aktívisma og konur með mismunandi menningarlegan bakgrunn og POC (People of Color).

ALMA tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Íslands hönd

Kvikmyndin Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur er tilnefnd fyrir hönd Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta var tilkynnt á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í morgun. Verðlaunin verða veitt í 18. skiptið við hátíðlega athöfn 2. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Ragnar Bragason og Kristín Jóhannesdóttir í fimmta þætti Leikstjóraspjallsins

Í fimmta þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Ragnar Bragason við kollega sinn Kristínu Jóhannesdóttur um verk hennar og feril sem og ýmsar hliðar fagsins, samskipti við upptökur, samband leikstjóra og framleiðenda og margt fleira.

Morgunblaðið um ÖLMU: Upp, upp mín sál

"Myndin er nógu forvitnileg og öðruvísi til að fyrirgefa annmarka hennar," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í umsögn sinni um Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur í Morgunblaðinu.

Fréttablaðið um ÖLMU: Hug­hrífandi, al­ís­lensk, got­nesk mar­tröð

"Snæ­fríður Ingvars­dóttir ber uppi marg­brotið og ljóð­rænt lista­verk Kristínar Jóhannes­dóttur, sem eins og endra­nær gerir miklar kröfur til á­horf­enda sem lík­lega upp­skera mest með því að reyna að skynja Ölmu frekar en skilja," skrifar Þórarinn Þórarinsson í fréttablaðið um Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur.

Lestin um ÖLMU: Sálin og hrunið, sveitin og geðveikrahælið

„Hér er einhver samruni ljóða og kvikmynda með nýjum meðulum sem maður hefur varla séð áður í íslensku bíói,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson um Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur í umsögn sinni fyrir Lestina á Rás 1.

“Alma” fær viðurkenningu Eurimages

Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Alma, hlaut sérstaka viðurkenningu frá Eurimages fyrir verk í vinnslu á New Nordic Films markaðnum á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi í lok ágúst.

Bíómyndum og þáttaröðum eftir konur fjölgar

Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.

“Alma” bakvið tjöldin

Tökur standa nú yfir á kvikmyndinni Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttir. Snæfríður Ingvarsdóttir fer með aðalhlutverkið en Kristbjörg Kjeld og Emanuelle Riva fara með önnur helstu hlutverk. Pressan birtir nokkrar ljósmyndir Mána Hrafnssonar frá tökum.

Emmanuelle Riva: „Langaði að vinna með Kristínu“

Morgunblaðið birtir í dag viðtal við hina heimskunnu frönsku leikkonu Emmanuelle Riva, sem nú leikur í kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Alma.

“Eiðurinn” og “Alma” fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.

Kristín Jóhannesdóttir útnefnd borgarlistamaður

Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur 2015 við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Í spjalli við Morgunblaðið ræðir hún meðal annars væntanlega mynd sína Alma (áður Þá og þegar elskan) og upplýsir frekar um leikaraval sitt, en myndin fer í tökur í haust.

Emmanuelle Riva í mynd Kristínar Jóhannesdóttur

Franska leikkonan Emmanuelle Riva kemur fram í kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur Þá og þegar elskan, sem tekin verður upp í haust. Riva er ein þekktasta leikkona Frakka og öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hiroshima mon amour eftir Alan Resnais sem út kom 1960.

Kristín Jóhannesdóttir undirbýr nýja kvikmynd

Hverju sinni er fjöldi verkefna á mismunandi stigum vinnslu í bransanum, ekki síst á hugmynda- og skriftarstiginu, sem ástæðulaust er að fjalla um fyrr en þau eru komin á framkvæmdastigið. Þó langar mig að gera örlitla undantekningu nú, segir Ásgrímur Sverrisson.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR