Kristín Jóhannesdóttir útnefnd borgarlistamaður

Kristín Jóhannesdóttir útnefnd borgarlistamaður 2015 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ljósmynd: Morgunblaðið/Styrmir.

Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur 2015 við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Í spjalli við Morgunblaðið ræðir hún meðal annars væntanlega mynd sína Alma (áður Þá og þegar elskan) og upplýsir frekar um leikaraval sitt, en myndin fer í tökur í haust.

UPPFÆRT kl. 19:25: Kristín hlaut einnig í dag úr hendi forseta Íslands riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar og kvikmyndagerðar.

Í viðtalinu, sem Silja Björk Huldudóttir tekur, segir Kristín meðal annars að Elma Stefanía Ágústsdóttir muni fara með aðalhlutverkið í myndinni og Kristbjörg Kjeld komi einnig við sögu ásamt frönsku leikkonunni Emmanuelle Riva eins og áður hefur verið greint frá.

Aðspurð hvað sé framund­an hjá sér í list­inni seg­ir Krist­ín munu nýta árið til að und­ir­búa og leik­stýra kvik­mynd eft­ir eig­in hand­riti sem nefn­ist Alma. „Alma þýðir sál. Stóru lín­urn­ar í mynd­inni eru sekt og sak­leysi, glæp­ur og refs­ing, ást­ir og ör­lög,“ seg­ir Krist­ín leynd­ar­dóms­full, en upp­lýs­ir þó að um sam­tíma­sögu sé að ræða. „Tök­ur hefjast í haust og munu ef­laust standa fram í mars á næsta ári,“ seg­ir Krist­ín og tek­ur fram að ef eft­ir­vinnsl­an gangi vel verði hægt að frum­sýna mynd­ina haustið 2016. Innt eft­ir leik­ara­vali upp­lýs­ir Krist­ín að Elma Stef­an­ía Ágústs­dótt­ir muni fara með titil­hlut­verkið, en Elma Stef­an­ía fór með hlut­verk Unn­ar í Seg­ul­sviði sem Krist­ín leik­stýrði fyrr í vet­ur.

„Elma Stef­an­ía er af­burðal­eik­kona og ég vænti mjög mik­ils af henni í hlut­verki Ölmu. Í mynd­inni leit­ar Alma til tveggja kvenna um ní­rætt sem búa í litlu sjáv­arþorp úti á landi,“ seg­ir Krist­ín og upp­lýs­ir að með hlut­verk eldri kvenn­anna tveggja fari Emm­anu­elle Riva og Krist­björg Kj­eld. „Ég heillaðist strax af Emm­anu­elle Riva í námi mínu úti þegar ég sá Hiros­hima Mon Amour, sem er með stærri mynd­um kvik­mynda­sög­unn­ar eft­ir hand­riti Margu­er­ite Duras og í leik­stjórn Alain Resna­is. Síðan var hún í aust­ur­rísku mynd­inni Amour sem Michael Haneke leik­stýrði, en mynd­in var til­nefnd til fimm Óskar­sverðlauna árið 2013,“ rifjar Krist­ín upp. Mynd­in var m.a. til­nefnd sem besta mynd árs­ins, Haneke sem leik­stjóri árs­ins og Riva sem leik­kona árs­ins í aðal­hlut­verki, en mynd­in var verðlaunuð sem besta er­lenda mynd árs­ins.

„Ég hlakka óskap­lega mikið til að vinna með Emm­anu­elle og Krist­björgu, því það er svo spenn­andi að vinna með leik­kon­um sem búa yfir jafn­mikl­um þroska og þær. Ég hlakka svo til að sjá þær sam­an, því þær tvær eiga eft­ir að magna hvor aðra upp,“ seg­ir Krist­ín, sem margoft hef­ur unnið með Krist­björgu, m.a. leik­stýrði hún henni í Stromp­leik, Utan gátta, Svört­um hundi prests­ins og Karma fyr­ir fugla.

Sjá nánar hér: Leikstýrir Emmanuelle Riva – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR