Emmanuelle Riva: „Langaði að vinna með Kristínu“

Riva og Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir við tök­ur á miðviku­dag. "Hand­ritið að kvik­mynd­inni er al­gjör­lega stór­kost­legt, ég kol­féll fyr­ir því," seg­ir Riva. Ljós­mynd/​Máni Hrafns­son
Riva og Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir við tök­ur á miðviku­dag. „Hand­ritið að kvik­mynd­inni er al­gjör­lega stór­kost­legt, ég kol­féll fyr­ir því,“ seg­ir Riva. Ljós­mynd/​Máni Hrafns­son

Morgunblaðið birtir í dag viðtal við hina heimskunnu frönsku leikkonu Emmanuelle Riva, sem nú leikur í kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Alma.

Í viðtalinu, sem Anna Margrét Björnsson tekur, segir Riva meðal annars:

„Það er al­veg merki­legt hvað mér hef­ur boðist mikið af verk­efn­um á gam­als aldri. Ég er af­skap­lega hepp­in. Það hjálp­ar mér að vera ennþá hress. Maður finn­ur að maður er ennþá til ein­hvers nýt­ur. En flug­vél­ar þreyta mig. Mig langaði bara svo mikið að vinna með Krist­ínu. Hún valdi mig, hún hafði séð mig í Hiros­hima mon amour og í Amour og hún sagði: „Ég vil fá hana, já og takk.“ Og ég sló strax til. Hand­ritið að kvik­mynd­inni er al­gjör­lega stór­kost­legt, ég kol­féll fyr­ir því. Það er drama­tískt, töfr­andi, erfitt og fyndið allt í senn. Ég ætla ekki að segja þér frá allri sög­unni en í stuttu máli leik ég gamla konu, franska, á móti ann­arri gam­alli konu sem er ís­lensk og leik­in af Krist­björgu Kj­eld. Þær þekktu báðar móður ungr­ar stúlku, Ölmu, og stúlk­an ann­ast svo kon­urn­ar tvær í ell­inni. Í mynd­inni á sér stað drama­tísk at­b­urðarás með ým­is­leg­um per­són­um og at­vik­um.“

Riva seg­ir kvik­mynd­ina ger­ólíka öllu sem hún hef­ur áður feng­ist við. „Þú skil­ur, það er þannig að þegar maður er leik­ari vill maður alls ekki end­ur­taka sig.“ Henni verður mikið niðri fyr­ir. „Ég þoli ekki þetta „le star system“ (stjörnu­kerfið). Ég er ger­sam­lega mót­fall­in því. All­ir eru svo van­ir ein­hvers­kon­ar stjörnu­dýrk­un í heim­in­um í dag. Mér var boðið þetta stjörnu­kerfi í kjöl­far Hiros­hima mon amour en ég hafnaði því al­gjör­lega. Það olli mér erfiðleik­um í kjöl­farið af því þegar maður neit­ar þá verður fólk móðgað. Svo kem­ur bara ein­hver eyðimörk þar sem maður fær ekk­ert að gera,“ út­skýr­ir hún. „En svo bara kom þetta allt aft­ur. Ég byrjaði að leika aft­ur, á sviði, í út­varpi, í kvik­mynd­um.“

Hún verður dá­lítið kím­in á svip og lækk­ar róm­inn. „En ég er alltaf að ýkja. Það er bara minn stíll. Ekki taka mark á mér. Og ekki skrifa þetta allt,“ seg­ir hún og hlær.

Gæti dáið hvenær sem er

En aft­ur að hinni ís­lensku kvik­mynd. „Krist­björg er al­veg stór­kost­leg, og líka unga stúlk­an sem leik­ur Ölmu. Krist­ín vel­ur ótrú­lega vel í hlut­verk­in og það er svo mik­il­vægt. Mér finn­ast þess­ar leik­kon­ur al­veg ein­stak­ar.“ En hvar eiga tök­urn­ar sér stað? spyr ég og fer að hugsa um fe­brú­arkuld­ann.

„Nú, við erum bara alltaf inni í gömlu húsi. Alltaf sama hús­inu. Við Krist­björg get­um ekki verið í úti­tök­um, þú skil­ur það. Við gæt­um dáið. Gæt­um kannski fengið lungna­bólgu og dáið.“ Nú fer ég að skelli­hlæja.

„Trú­ir þú mér ekki? Finnst þér þetta fyndið? Ég gæti nú bara dáið hvenær sem er,“ seg­ir hún en bros­ir svo. „Jæja, allt í lagi, það er ágætt að þú trú­ir mér ekki. En þess vegna erum við alltaf inni í þessu sama skrýtna húsi á mörg­um hæðum. Sviðsmynd­in, líkt og hand­ritið, er al­veg ein­stak­lega áhrifa­mik­il og heill­andi.“

Riva og Krist­björg Kj­eld í hlut­verk­um sín­um í Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur og fjall­ar um sam­band tveggja gam­alla kvenna og ungr­ar konu. Ljós­mynd: Máni Hrafns­son
Riva og Krist­björg Kj­eld í hlut­verk­um sín­um í Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur og fjall­ar um sam­band tveggja gam­alla kvenna og ungr­ar konu. Ljós­mynd: Máni Hrafns­son

Sjá nánar hér: „Hefði litið fáránlega út með Óskarsverðlaun“ – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR