Heim Fréttir "Alma" fær viðurkenningu Eurimages

„Alma“ fær viðurkenningu Eurimages

-

Snæfríður Ingvarsdóttir er Alma í samnefndri kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur. (Ljósmynd: Máni Hrafnsson)

Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Alma, hlaut sérstaka viðurkenningu frá Eurimages fyrir verk í vinnslu á New Nordic Films markaðnum á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi í lok ágúst.

Dómnefndin var mjög uppnumin yfir þeim miklu gæðum og margbreytileika sem einkenndi þau verk sem kepptu um verðlaunin að þessu sinni og með þeirra orðum var „það viss áskorun að komast að niðurstöðu um sigurvegara.“ Dómnefndin var skipuð þeim Doina Bostan (úr stjórn Eurimages), Guðmundi Arnari Guðmundssyni (leikstjóra), Nikolaj Nikitin(fulltrúa frá Kvikmyndahátíðinni í Berlin) og Håkon Skogrand (blaðamanni) og þar sem kvikmyndin Alma kom sterkt til álita að fá verðlaunin var ákveðið að veita henni sérstaka viðurkenningu.

Alma er framleidd af Tvíeyki ehf., Pegasus Pictures, Little Big Productions (Svíþjóð), Arsam International (Frakkland) og JStark Films (US). Aðalhlutverk leika Snæfríður Ingvarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjörg Kjeld og Emmanuelle Riva.

Áætlað er að Alma verði tilbúin undir lok árs 2017.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.