HeimEfnisorðÞorsteinn Bachmann

Þorsteinn Bachmann

Frumsýning: „Lof mér að falla“

Lof mér að falla eftir Baldvin Z verður frumsýnd í Senubíóunum þann 7. september. Forsýningar fara fram í kvöld og á morgun. Hátíðarsýning fór fram í gær, en myndin er heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni um helgina.

Ingvar Þórðarson um „Lof mér að falla“ og leynivopn Íslands

Ingvar Þórðarson framleiðandi ræðir við vef Norræna sjóðsins um verkefnin framundan, Lof mér að falla, Lifun (Imagine Murder) og önnur sem eru í þróun. Hann segir markmið þeirra Júlíusar Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands það sama og frá byrjun; að segja sterkar sögur, gjarnan byggðar á raunverulegum atburðum, uppgötva hæfileikafólk og rækta það.

„Tom of Finland“ framlag Finna til Óskars

Tom of Finland eftir Dome Karukoski hefur verið valin framlag Finna til Óskarsverðlaunanna. Ingvar Þórðarson og Sophie Mahlo, sem reka framleiðslufyrirtækið Neutrinos Productions í Berlín, eru meðframleiðendur myndarinnar. Þá semur Hildur Guðnadóttir tónlist myndarinnar og Þorsteinn Bachmann fer með eitt hlutverkanna.

„Tom of Finland“ verðlaunuð í Gautaborg

Tom of Finland eftir Dome Karukoski hlaut FIPRESCI verðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag. Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda myndarinnar en aðrir Íslendingar sem koma að myndinni eru tónskáldið Hildur Guðnadóttir og leikarinn Þorsteinn Bachman.

Island of Football ætlar að safna þrjúhundruð þúsund áskrifendum á YouTube

Island of Football kallast rás á YouTube þar sem fjallað er um fótbolta og allt honum tengt af gamansamri alvöru. Þorsteinn Bachmann leikari bregður sér þar í hlutverk ástríðufulls fótboltaunnanda en Róbert Douglas leikstjóri er á bakvið tjöldin þó honum bregði einnig stundum fyrir. Hér er skemmtilegt viðtal Þorsteins við Ingvar Þórðarson framleiðanda sem bendir þeim á að ekki dugi að vera með aðeins 300 áskrifendur, þeir þurfi að vera að minnsta kosti þúsund sinnum fleiri.

Þorsteinn Bachmann fer með hlutverk klámmyndakóngs í „Tom of Finland“

Þorsteinn Bachmann leikur bandarískan klámmyndakóng í kvikmynd Dome Karukoski, Tom of Finland, þar sem Ingvar Þórðarson er meðal framleiðenda. Í viðtali við Gay Iceland segir Þorsteinn meðal annars frá því hvernig það kom til að hann fékk hlutverkið.

Frá frumsýningu „Vonarstrætis“

Skoðaðu stutt innslag frá frumsýningu Vonarstrætis sem fram fór í Háskólabíói þann 7. maí s.l. Rætt er við Baldvin Z leikstjóra, Þorstein Bachman leikara og ýmsa gesti.

Svipmyndir frá tökum á „Afanum“

Tökur á kvikmyndinni Afanum í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar eru hafnar. Með titilhlutverkið fer Sigurður Sigurjónsson. Hér má sjá smá sýnishorn frá tökum.

Tökur á „Afanum“ að hefjast

Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.

Fyrsta sýnishorn af „Vonarstræti“ er hér

Vonarstræti eftir Baldvin Z er væntanleg á þessu ári. Myndin gerist 2006 og segir af lífi þriggja ólíkra persóna hvers líf skarast á "góðæristímanum".
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR