HeimEfnisorðVíti í Vestmannaeyjum

Víti í Vestmannaeyjum

„Víti í Vestmannaeyjum“ verðlaunuð á Indlandi

Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri kvikmyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum, hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni SIFFCY (Smile International Film Festival for Children & Youth) sem lauk um helgina í Nýju Delí á Indlandi.

„Víti í Vestmannaeyjum“ verðlaunuð í Chicago

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinrikssonvann í fyrradag til verðlauna á Chicago International Children's Film Festival. Myndin keppti í flokki kvikmynda í fullri lengd og hlaut verðlaun barnadómnefndar hátíðarinnar.

„Víti í Vestmannaeyjum“ fær tvenn verðlaun í Þýskalandi

Víti í Vestmannaeyjum í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar hlaut um helgina tvenn verðlaun á Schlingel barnakvikmyndahátíðinni í Chemnitz í Þýskalandi. Bragi Þór veitti verðlaununum viðtöku ásamt Lúkas Emil Johansen, sem fer með aðalhlutverkið.

Aðsókn | „Adrift“ með tæpa átta þúsund gesti eftir aðra helgi, „Kona fer í stríð“ með yfir tólf þúsund eftir fimmtu helgi

Adrift Baltasars Kormáks er í með tæpa átta þúsund gesti eftir aðra sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur nú fengið yfir tólf þúsund gesti eftir fimmtu sýningarhelgi.

Aðsókn | „Adrift“ í öðru sæti eftir opnunarhelgina, „Kona fer í stríð“ komin yfir tíu þúsund gesti

Adrift Baltasars Kormáks var frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum um síðustu helgi og er i öðru sæti aðsóknarlistans með rúmlega 4 þúsund gesti. Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur nú fengið um 10,600 gesti eftir fjórðu sýningarhelgi

Sjáðu brellustikluna fyrir „Víti í Vestmannaeyjum“

Sigurgeir Arinbjarnarson og samstarfsfólk hans hjá myndbrellufyrirtækinu Kontrast hefur opinberað brellustiklu (VFX Breakdown) kvikmyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum og má skoða hana hér. 282 brelluskot voru unnin fyrir myndina.

Aðsókn | Um 30 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir fimmtu helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er áfram í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fimmtu sýningarhelgi og er heildarfjöldi áhorfenda kominn að 30 þúsund manns.

Aðsókn | Um 28 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir fjórðu helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi og er heildarfjöldi áhorfenda kominn að 28 þúsund manns.

Aðsókn | Rúmlega 25 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir þriðju helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans þriðju helgina í röð og er heildarfjöldi áhorfenda kominn yfir 25 þúsund manns.

Aðsókn | Tæplega 20 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir aðra helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson heldur áfram að ganga vel í miðasölunni en nú hafa tæplega tuttugu þúsund gestir séð myndina, sem er áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.

Morgunblaðið um „Víti í Vestmannaeyjum“: Hádramatískt og fjörugt ævintýri

"Hádramatískt og fjörugt ævintýri, sem inniheldur góða blöndu af tárum, brosum og takkaskóm," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Víti í Vestmannaeyjum Braga Þórs Hinrikssonar.

Fréttablaðið um „Víti í Vestmannaeyjum“: Stöngin inn

"Stöngin inn," segir Benedikt Bóas Hinriksson í Fréttablaðinu um Víti í Vestmannaeyjum Braga Þórs Hinrikssonar og gefur myndinni fjórar stjörnur.

Aðsókn | „Víti í Vestmannaeyjum“ með yfir tíu þúsund gesti á opnunarhelginni

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson fékk yfir tíu þúsund gesti á opnunarhelginni og er lang aðsóknarmesta myndin þessa helgina. Þetta er áttunda stærsta opnunaraðsókn á íslenska kvikmynd síðan mælingar hófust og næststærsta opnun síðastliðinna fimm ára.

Bragi Þór Hinriksson um „Víti í Vestmannaeyjum“: Miklar kröfur settar á krakkana

Bragi Þór Hinriksson ræðir við Morgunblaðið um gerð kvikmyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum, sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Hann segir krakka kröfuharða kvikmyndagesti.

LevelK höndlar alþjóðlega sölu á „Víti í Vestmannaeyjum“

Danska sölufyrirtækið LevelK mun höndla alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson. Myndin, sem er frumsýnd hér á landi í mars, verður kynnt kaupendum á Evrópska kvikmyndamarkaðinum sem fram fer á Berlinale hátíðinni í febrúar.

[Stikla] „Víti í Vestmannaeyjum“

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum, sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason verður frumsýnd 9. mars næstkomandi. Stikla myndarinnar hefur verið gerð opinber.

Sagafilm kynnir „Stellu Blómkvist“ og fjölda annarra verkefna á MIPCOM

MIPCOM markaðurinn fer fram í Cannes í Frakklandi þessa vikuna, en þar koma saman helstu fyrirtæki á heimsvísu til að selja, sýna og kaupa nýtt sjónvarpsefni af öllum toga. Sagafilm tekur nú þátt í markaðinum í tuttugasta sinn og kynnir þar fjölda verkefna.

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda á leiðinni uppá tjald á næstunni

Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.

Áheyrnarprufur vegna „Vítis í Vestmannaeyjum“ fara fram 1. apríl

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum verður tekin upp í Vestmannaeyjum nú í sumar. Áheyrnarprufur verða haldnar í Reykjavík 1. apríl í Langholtsskóla.  Leitað er að strákum og stelpum á aldrinum 9 - 11 ára til að leika og koma fram í myndinni.

Margt framundan hjá Sagafilm

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Vala Halldórsdóttir þróunarstjóri Plain Vanilla hafa tekið sæti í stjórn Sagafilm. Fyrirtækið, hvers verk hlutu alls 15 tilnefningar til Edduverðlauna á dögunum, undirbýr nú gerð leikinnar þáttaraðar fyrir Skjáinn sem og kvikmyndar sem byggð verður á Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Þá verða tækjaleigan Luxor og Sagaevents eftirleiðis reknar sem sér einingar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR