HeimEfnisorðJóna Gréta Hilmarsdóttir

Jóna Gréta Hilmarsdóttir

Morgunblaðið um NATATORIUM: Eins og mjög fallegt púsluspil sem vantar nokkur púsl í

"Áhorfendur bíða svo alla myndina eftir því að flett sé af dulúðinni en það er aldrei gert. Í staðinn sitja þeir eftir jafn undrandi og í byrjun myndarinnar af því að of margir lausir þræðir eru skildir eftir til túlkunar," skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um Natatorium eftir Helenu Stefánsdóttur.

Morgunblaðið um THE PIPER: Fjandsamlegur flautuleikur

"Skemmtilegt bíóáhorf með nokkrum hryllilegum atriðum fyrir hlé og nokkrum kjánalegum en fyndnum atriðum eftir hlé," skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um The Piper eftir Erling Óttar Thoroddsen.

Morgunblaðið um FULLT HÚS: Einn stór farsi

Skemmtileg og fyndin en á þó líklega ekki eftir að eldast jafnvel og aðrar klassískar íslenskar grínmyndir, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Fullt hús eftir Sigurjón Kjartansson.

Besta erlenda bíóið á árinu

Klapptré bað þrjá kvikmyndagagnrýnendur að velja bestu myndir ársins, þrjár íslenskar og fimm erlendar. Þau Jóna Gréta Hilmarsdóttir, Ásgeir H. Ingólfsson og Kolbeinn Rastrick brugðust skjótt við og létu ýmiskonar athugasemdir fylgja valinu. Hér eru topp fimm erlendar. Íslensku myndirnar birtast á morgun.

Morgunblaðið um TILVERUR: Einmana sálir í borginni

"Vel heppnuð og mannleg kvikmynd sem dregur upp sannferðuga mynd af samskiptum tveggja einmana sálna og flóknum tengslum þeirra við umhverfið, " skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um Tilverur Ninnu Pálmadóttur.

Morgunblaðið um SOVIET BARBARA: Siðferðilegar vangaveltur

"Þrátt fyrir opinn endi er um að ræða mjög sterka heimildarmynd sem veitir áhorfendum innblástur," segri Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn um Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson.

Morgunblaðið um NORTHERN COMFORT: Mót kvíðasjúklinga

"Of almenn og sker sig þar af leiðandi ekki úr, en burtséð frá því þá er hún mjög fín grínmynd," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.

Morgunblaðið um KULDA: Hver hefur sinn djöful að draga

Jóna Gréta Hilmarsdóttir fjallar um Kulda Erlings Óttars Thoroddsen í Morgunblaðinu og skrifar meðal annars: "Kuldi er ágæt mynd og skemmtileg áhorfs. Það getur hins vegar verið vandi að aðlaga bók kvikmyndaforminu og sumt er vel gert en annað ekki."

Morgunblaðið um VOLAÐA LAND: Mikið listaverk

Morgunblaðið endurbirtir umsögn Jónu Grétu Hilmarsdóttir um Volaða land Hlyns Pálmasonar frá nóvember síðastliðnum í tilefni þess að myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum frá 10. mars.

Morgunblaðið um NAPÓLEONSSKJÖLIN: Skemmtileg klisja

Óneitanlega skemmtileg mynd þrátt fyrir marga galla, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson.

Morgunblaðið um ABBABABB!: Töfrandi myndheild en sundurlaus

Skemmtileg og fyndin en dálítið sundurlaus skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um Abbababb! eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur.

Morgunblaðið um BAND: Raunveruleiki og uppspuni

Flott og frumleg frumraun og vel unnin en náði ekki rýni á sitt band, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

Morgunblaðið um SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN: Persónugallerí Vesturlands

"Hluti af þessari nýju og spennandi stefnu í íslenskri kvikmyndagerð sem felst í því að fanga tilveru mannsins," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í fjögurra og hálfs stjörnu umsögn um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.

Morgunblaðið um SVAR VIÐ BRÉFI HELGU: Ást í meinum

Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar umsögn í Morgublaðið um Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og gefur henni fjórar og hálfa stjörnu.

Morgunblaðið um ÚT ÚR MYRKRINU: Við verðum að tala um þetta

"Gefur þeim sem eftir sitja rödd," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um heimildamyndina Út úr myrkrinu eftir Helga Felixson og Titti Johnson.

Morgunblaðið um BERDREYMI: Ferskt íslenskt efni

"Það er frískandi að sjá þetta gráa og grimma borgarlandslag á bíótjaldinu," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar.

Morgunblaðið um SKJÁLFTA: Vel heppnuð frumraun

Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur og segir hana byggða upp eins og rannsóknarlögreglumynd og rannsóknarefnið leyndarmálið sjálft sem býr innra með aðalpersónunni.

Morgunblaðið um HARM: Áhugavert og gott byrjendaverk

"Hvet Íslendinga til þess að styðja þessa ungu og efnilegu kvikmyndagerðarmenn og sjá myndina á bíótjaldinu," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Harm eftir Ásgeir Sigurðsson og Anton Kristensen.

Morgunblaðið um LEYNILÖGGU: Stórfyndin grínmynd

"Mikil sjálfsírónía einkennir kvikmyndina og teymið gerir hiklaust grín að sjálfu sér," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR