HeimEfnisorðSigurjón Kjartansson

Sigurjón Kjartansson

Lestin um FULLT HÚS: Gaman að sjá íslenska mynd sem reynir ekki að vera útflutningsvara

"Mjög gaman að sjá íslenska mynd í bíó sem er ekki að neinu leyti upptekin af því að vera útflutningsvara," segir Kolbeinn Rastrick meðal annars í Lestinni um Fullt hús Sigurjóns Kjartanssonar.

Morgunblaðið um FULLT HÚS: Einn stór farsi

Skemmtileg og fyndin en á þó líklega ekki eftir að eldast jafnvel og aðrar klassískar íslenskar grínmyndir, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Fullt hús eftir Sigurjón Kjartansson.

Sigurjón Kjartansson: Vinsældir „Ófærðar“ opna dyr fyrir íslenskt sjónvarpsefni

Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfunda Ófærðar, segir það jákvætt fyrir íslenska kvikmyndagerð að Ófærð var valin besta sjónvarpsþáttaröð Evrópu. Vinna við handrit næstu þáttaraðar Ófærðar er þegar hafin.

Ráðist í aðra syrpu af „Ófærð“

RVK Studios og RÚV hafa náð samkomulagi um að hefja vinnu við nýja syrpu af hinni vinsælu glæpaseríu Ófærð. Þáttaröðin hefur notið almennrar hylli víða um heim, verið lofuð af gagnrýnendum og má ætla að vel á annan tug milljóna hafi horft á þá og enn á eftir að sýna þá víða. Áætlað er að önnur þáttaröð verði frumsýnd á RUV haustið 2018.

„Allar leiðir lokaðar“, heimildamynd um gerð „Ófærðar“

RÚV frumsýnir þáttaröðina Ófærð þann 27. desember næstkomandi. Í heimildamynd um gerð þáttaraðarinnar er skyggnst á bakvið tjöldin við gerð hennar. Meðal þeirra sem er rætt er við eru Sigurjón Kjartansson, Baldvin Z, Baltasar Kormákur, Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og fleiri.

Ís, eldur og draugar fortíðar í væntanlegri þáttaröð Baltasars

RVK Studios mun framleiða tíu þátta seríu sem kallast Katla og verður sýnd á Stöð 2. Hér er á ferðinni spennuþáttaröð með mystísku ívafi um unga björgunarsveitakonu sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi nátturuhamförum. Sögusviðið er jöklar, eldfjöll og hálendi Íslands.

Viðbrögð við pistli Friðriks Erlingssonar: á að skjóta sendiboðann eða fagna umræðunni?

Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.

Stefnt að tökum á „Ófærð“ undir lok árs

Sjónvarpsserían Ófærð var kynnt fyrir kaupendum á MIP TV markaðsstefnunni sem lýkur í Cannes í dag. Stefnt er að tökum á Austfjörðum undir lok árs.

RVK Studios Baltasars, Magnúsar og Sigurjóns kynnir verkefni á Mipcom

RVK Studios, nýtt fyrirtæki Baltasars Kormáks, Magnúsar Viðars Sigurðssonar og Sigurjóns Kjartanssonar, kynnir fjölda nýrra verkefna fyrir mögulegum fjárfestum á Mipcom kaupstefnunni sem fram...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR