spot_img

FULLT HÚS gamanmynd um tilvistarkreppu, segir Sigurjón Kjartansson

Kastljós RÚV ræddi við Sigurjón Kjartansson, leikstjóra og handritshöfund kvikmyndarinnar Fullt hús, sem frumsýnd var á föstudag.

Segir meðal annars á vef RÚV:

„Þetta er mynd um tilvistarkreppu,“ segir Sigurjón. „Í fyrsta sinn á Íslandi sem það gerist,“ bætir hann við glettinn. „Þetta er gamanmynd. Henni er ætlað að skemmta en menn munu líka verða hugsi.“

Sigurjón á að baki langan feril í sjónvarpi og Fullt hús er hans fyrsta kvikmynd. „Ég var einhvern tímann að leika mér að þessari hugmynd um að gera þáttaseríu um kammersveit, fyrir mörgum, mörgum árum,“ segir Sigurjón. „Síðan þegar framleiðendur höfðu samband við mig um að gera bíómynd sem ætti kannski að gerast á dálítið afmörkuðu svæði þá kom þessi hugmynd aftur til mín.“

Þekkir heim klassíkur líkt og heim rokktónlistar

Eins og margir vita er Sigurjón driffjöður í þungarokkssveitinni Ham. Það kann því að koma sumum spánskt fyrir sjónir að fyrsta kvikmynd hans fjalli um klassíska tónlist. „Ég náttúrlega hef lifað ansi mörgum lífum og ég hef ekki bara bakgrunn í rokktónlist,“ segir Sigurjón. „Það vita það ekki margir en ég var einu sinni stjórnarformaður Listahátíðar og ég var alveg viss um að sú reynsla hefði ekki kennt mér nokkurn skapaðan hlut,“ segir hann. „Fyrr en ég fór að skrifa handritið að þessari mynd.“

HEIMILDRÚV
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR