spot_img

FULLT HÚS opnar í fyrsta sæti

Fullt hús var frumsýnd á föstudag og er í 1. sæti á lista FRÍSK eftir frumsýningarhelgina.

Fullt hús sáu 2,142 gestir frumsýningarhelgina en alls 2,841 með forsýningum.

Þetta er opnun á pari við aðra mynd sem Markelsbræður framleiddu, Saumaklúbbinn, frá 2021 en ögn lægri. Saumaklúbburinn fékk 2,211 gesti frumsýningarhelgina, en alls 3,673 gesti með forsýningum.

Heildaraðsókn á Saumaklúbbinn nam 19,036 gestum. Með fyrirvara um að ekki þarf að vera beint samhengi milli opnunarhelgar og endanlegrar aðsóknar, má telja að Fullt hús endi í sambærilegri heildaraðsókn.

Aðsókn á íslenskar myndir 22.-28. janúar 2024

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
Fullt hús  2,142 (helgin) 2,841 (með forsýningum)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR