Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson fékk alls fern verðlaun á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck sem lýkur í dag. Þá fékk Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur ein verðlaun. Þetta var í 60. sinn sem hátíðin var haldin.
Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur hlaut INIS verðlaunin á FIFEM alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Montreal í Kanada á dögunum. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, sem vann nýverið til Edduverðlauna fyrir besta barna- og unglingaefni ársins.
Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.
Wendy Ide hjá Screen skrifar um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur frá kvikmyndahátíðinni í Tallinn í Eistlandi og segir hana litla en ljúfa mynd sem sé lyft upp af heillandi frammistöðu ungu leikaranna.
Rúmlega 40.000 gestir hafa nú séð Undir trénu eftir níundu sýningarhelgi og er hún því komin í hóp mest sóttu myndanna (nú í 13. sæti) frá því formlegar mælingar hófust.
"Útkoman er forvitnileg og að mörgu leyti afskaplega vel heppnuð kvikmynd," segir Björn Þór Vilhjálmsson kvikmyndafræðingur um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur á Hugrás, vefriti Háskóla Íslands.
"Fyrri hluti myndarinnar er nokkuð stirður hvað varðar flæði og innlifun en hún fer hins á gott flug í seinni hlutanum og fær heildarmyndin á sig ákveðinn ævintýrabrag", segir Gunnar Theódór Eggertsson um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Lestinni á Rás 1.
Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur mun taka þátt í keppni á Black Nights Film Festival í Tallinn í Eistlandi þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra. Hátíðin, sem telst til A-hátíða, fer fram í seinni hluta nóvember.
Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Morgunblaðið og segir titilinn endurspegla stemninguna í myndinni þar sem ljóðrænni og barnslegri bjartsýni sé fléttað saman við þrúgandi alvöru lífsins. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.
Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.
Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.
Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.
Anna María Karlsdóttir og Hrönn Kristinsdóttir hjá Ljósbandi, framleiðanda kvikmyndarinnar Sumarbörn, segja drátt á launagreiðslum til leikara og starfsliðs kvikmyndarinnar algerlega á sína ábyrgð og biðja hlutaðeigandi afsökunar.
Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.
Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.
Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.