Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi portúgölsku spennuþáttanna Dogpack (Matilha) sem sýndir hafa verið í ríkissjónvarpinu RTP1 og eru einnig fáanlegir á Amazon Prime.
Sigurjón Sighvatsson er tilnefndur fyrir Íslands hönd til Nordic Producer Documentary Award sem veitt verða á Nordisk Panorama síðar í september. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt.
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og formaður Kvikmyndaráðs sagði meðal annars í opnunarávarpi sínu á Kvikmyndaráðstefnunni í Hörpu að í stað þess að draga úr framlögum til íslenskrar kvikmyndagerðar þyrfti að auka þau.
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi leggur út af nýafstöðnu verkfalli handritshöfunda í Hollywood og fer yfir þróun mála og horfurnar framundan í viðtali við Heimskviður á Rás 1.
Heimildamyndin Exxtinction Emergency eftir Sigurjón Sighvatsson hlaut á dögunum verðlaun fyrir leikstjórn og klippingu á Nature Without Borders hátíðinni í Delaware í Bandaríkjunum. Hátíðin sérhæfir sig í náttúrulífs- og umhverfisverndarmyndum.
Sigurjón Sighvatsson verður gestafyrirlesari í fyrirlestraröðinni Samtali um skapandi greinar við Háskólann á Bifröst föstudaginn 17. mars kl. 13:30. Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í beinu streymi.
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri kom að hvorki meira né minna en fjórum kvikmyndum sem allar voru frumsýndar nú í októbermánuði, ýmist á Íslandi, í Svíþjóð eða Bandaríkjunum.
Heimildamyndin Exxtinction Emergency eftir Sigurjón Sighvatsson var frumsýnd á RIFF, en verður í sýningum í Bíó Paradís frá 10. október. Þetta er fyrsta verk Sigurjóns sem leikstjóra en hann hefur framleitt yfir 50 kvikmyndir og þáttaraðir á rúmlega 40 ára ferli. Hann ræddi nýlega við Fréttablaðið um myndina.
Sigurjón Sighvatsson, sem er hvað þekktastur sem kvikmyndaframleiðandi, er sestur í stól leikstjóra. Heimildamynd hans Exxtinction Emergency verður frumsýnd á RIFF sem hefst í lok september.
Þórir Snær Sigurjónsson og samstarfsaðilar hafa fest kaup á Scanbox, einu helsta dreifingarfyrirtæki Norðurlanda, en Þórir hefur rekið fyrirtækið undanfarin ár. Scanbox hefur komið að fjármögnun og dreifingu margra íslenskra kvikmynda á undanförnum árum.
Á bransadögum RIFF var einn dagurinn tileinkaður framleiðendum. Hér má horfa á upptöku frá þessu spjalli sem stýrt var af kvikmyndablaðamanninum Wendy Mitchell.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað nýtt átta manna kvikmyndaráð. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður, er formaður ráðsins.
Deadline birtir umsögn um kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, en myndin opnar í dag á VOD í Bandaríkjunum. Sigurjón Sighvatsson er meðal framleiðenda ásamt Elfari.
Heimildamyndin Síðasta áminningin eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 12. júní. Í myndinni er sjálfsmynd og hugarfar Íslendinga skoðað út frá sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og rætt er við þrjá leikmenn liðsins og aðra þjóðþekkta einstaklinga.
Elfar Aðalsteins er nú við tökur á End of Sentence, fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd. Þær fara fram á Írlandi. Karl Óskarsson er tökumaður, en þeir Elfar gerðu saman stuttmyndina Sailcloth með John Hurt í aðalhlutverki, fyrir nokkrum árum og var hún valin stuttmynd ársins á Eddunni 2013. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eva María Daníels og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt Samson Films á Írlandi og Elfari.
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson er gestur sjónvarpsþáttarins Mannamáls á Hringbraut og ræðir við Sigmund Erni Rúnarsson um feril sinn í bandarískum kvikmyndaiðnaði sem spannar hátt í 40 ár. Sigurjón er einn framleiðenda kvikmyndarinnar Ég man þig.
Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur gengið frá sölu á dreifingarrétti í Bretlandi á kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, til Studiocanal. Einnig hefur myndin verið seld til þýskumælandi svæða, Ungverjalands og Tyrklands.
Tökur á mynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, hefjast í næsta mánuði á Hesteyri á Vestfjörðum. Byggt er á samnenfdri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson fara með aðalhlutverkin. Zik Zak framleiðir ásamt Sigurjóni Sighvatssyni.
Almennar sýningar á Z for Zachariah, sem framleidd er af Sigurjóni Sighvatssyni, Þóri Snæ Sigurjónssyni og Skúla Malmquist og leikstýrt af Craig Zobel, hefjast í dag fimmtudag í Bandaríkjunum. Fjölmargir miðlar hafa fjallað um myndina og fær hún gegnumsneytt jákvæð viðbrögð. Með helstu hlutverk fara Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine.
Þær streyma inn stiklurnar og nú er það Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir, Tobey Maguire og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt fleirum. Myndin var sýnd við góðar undirtektir á síðustu Sundance hátíð en verður frumsýnd 21. ágúst. Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine fara með aðalhlutverkin, Craig Zobel leikstýrir.
Óskar Þór Axelsson hefur fengið 90 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð til að gera spennumyndina Ég man þig eftir skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Sigurjón Sighvatsson og Zik Zak kvikmyndir framleiða.
Hin 23 ára Margot Robbie, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street eftir Martin Scorsese, mun fara með aðalhlutverkið í Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir framleiða ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og Tobey Maguire.