Sigurjón Sighvatsson tilnefndur til Nordic Documentary Producer Award á Nordisk Panorama

Sigurjón Sighvatsson er tilnefndur fyrir Íslands hönd til Nordic Producer Documentary Award sem veitt verða á Nordisk Panorama síðar í september. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt.

Norrænu heimildamyndaframleiðendaverðlaunin (Nordic Producer Documentary Award) eru veitt framleiðanda sem hefur sýnt leiðtogahæfni, hugrekki og vilja til að taka áhættu sem hefur skapað farveg fyrir nýtt hæfileikafólk og þróað heimildamyndina sem listgrein.

Félög norrænna kvikmyndagerðarmanna tilnefna einn framleiðanda árlega, á Íslandi er það Félag kvikmyndagerðarmanna. Verðlaunafé nemur tíu þúsund evrum, eða rúmri einni og hálfri milljón íslenskra króna.

Segir um Sigurjón á vef Nordisk Panorama:

Sigurjón (Joni) Sighvatsson is known by the younger and less experienced Icelandic filmmakers as a generous and supportive figure – a pillar of his community. A veteran producer with over 60 feature films and television series to his credit, Sigurjón’s earlier work as a producer includes Madonna: Truth or Dare and Zidane: A 21st Century Portrait – a major French documentary starring David Beckham and Zinedine Zidane. During covid he moved back to Iceland after 42 years in Los Angeles, branching out into documentaries in addition to his work in fiction.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR