spot_img
HeimEfnisorðRúnar Rúnarsson

Rúnar Rúnarsson

O (HRINGUR) komin með tuttugu alþjóðleg verðlaun

Stuttmyndin O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson hlaut á dögunum sérstök dómnefndarverðlaun á Zeichen der Nacht hátíðinni í Berlín.

O (HRINGUR) fær nítjándu alþjóðlegu verðlaunin

Stuttmyndin O (Hringur) hlaut um helgina verðlaun sem kennd eru við rúmensku borgina Târgu Mureș, en verðlaunin voru veitt á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni.

O (HRINGUR) valin besta stuttmyndin á Nordisk Panorama, Hanna Björk Valsdóttir hlýtur norrænu framleiðendaverðlaunin

O (Hringur), stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, var valin besta stuttmyndin á Nordisk Panorama 2025. Þá hlaut Hanna Björk Valsdóttir framleiðendaverðlaunin Nordic Documentary Producer Award. Tilkynnt var um verðlaunin við lokaathöfn hátíðarinnar í gær.

Ingvar Sigurðsson valinn besti leikarinn í Grikklandi fyrir O (HRING)

Stuttmyndin O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson hlaut sín þrettándu alþjóðu verðlaun á dögunum þegar Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á alþjóðlegu Psarokokalo kvikmyndahátíðinni í Aþenu.

O (HRINGUR) verðlaunuð í Slóvakíu

Stuttmyndin O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson, með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni IFF Art Film Festival í Košice í Slovakíu.

O (HRINGUR) verðlaunuð á Spáni, komin í forval Óskarsverðlauna

Stuttmyndin O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hlaut um helgina Danzante verðlaunin, aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Huesca á Spáni.

O (HRINGUR) fær sérstök dómnefndarverðlaun í Búdapest

Stuttmyndin O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Friss Hús í Búdapest í Ungverjalandi á dögunum.

O (HRINGUR) verðlaunuð á Ítalíu

Um helgina vann stuttmyndin O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Urbino á Ítalíu.

Stuttmyndin O (Hringur) verðlaunuð í Tampere

Stuttmyndin O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson, hlaut áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Tampere í Finnlandi, sem er stærsta stuttmyndahátíðin á Norðurlöndum.

Ingvar E. Sigurðsson valin besti leikarinn á Clermont-Ferrand hátíðinni

Ingvar E. Sigurðsson var valin besti  leikarinn á Clermont-Ferrand hátíðinni í Frakklandi í gærkvöldi fyrir hlutverk sitt í stuttmyndinni O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson.

LJÓSBROT hlýtur aðalverðlaun Gautaborgarhátíðarinnar

Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar hlaut Drekaverðlaunin sem besta norræna kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, stærstu kvikmyndahátíð Norðurlanda. Verðlaunaafhending fór fram í gærkvöldi og Heather Millard framleiðandi tók við verðlaununum.

LJÓSBROT verðlaunuð í Kína og á Írlandi

Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar hlaut fyrir nokkrum dögum verðlaun Kínversku kvikmyndaakademíunar fyrir kvikmyndatöku Sophie Olsson. Elín Hall hlaut einnig verðlaun á Írlandi fyrir leik sinn í myndinni.

LJÓSBROT fær 11. alþjóðlegu verðlaunin

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut á dögunum Outlook verðlaunin sem veitt eru af dómnefnd háskólanema á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cork á Írlandi.

O (Hringur) verðlaunuð á Valladolid hátíðinni

O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson var valin besta evrópska stuttmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni á dögunum. Myndin er þar með komin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna á næsta ári.

LJÓSBROT fær sjöundu verðlaunin

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut verðlaun samtaka evrópskra kvikmyndahátíða fyrir yngri áhorfendur á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Schlingel í Þýskalandi, sem fram fór í byrjun október.

LJÓSBROT verðlaunuð í Nuuk á Grænlandi

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson var valin besta mynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Nuuk á Grænlandi á dögunum. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Hugrás um LJÓSBROT: Í táradalnum

Flóki Larsen íslenskufræðingur skrifar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann segir meðal annars að Rúnar bjóði upp á áhugaverða sögu en takist ekki að fylgja henni eftir.

Lestin um LJÓSBROT: Töfrandi rússíbani tilfinninga

Kolbeinn Rastrick fjallar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Lestinni á Rás 1 og segir hana meðal annars "eitt eftirminnilegasta íslenska kvikmyndaverk síðari ára."

Morgunblaðið um LJÓSBROT: Kynnast ung dauðanum

Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Morgunblaðið og segir hana meðal annars sjónrænt meistaraverk þó stundum sé fagurfræðin talin mikilvægari en handritið.

LJÓSBROT og O (Hringur) til Toronto

Tvær kvikmyndir Rúnars Rúnarssonar, bíómyndin Ljósbrot annarsvegar og stuttmyndin O (Hringur) hinsvegar, hafa verið valdar á Torontohátíðina sem fram fer 5.-15. september.

LJÓSBROT fær leikstjórnarverðlaun í Serbíu, ný stikla komin út

Rúnar Rúnarsson hlaut leikstjórnarverðlaunin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu á dögunum fyrir mynd sína Ljósbrot. Ný stikla myndarinnar er komin út, en sýningar hefjast á Íslandi 28. ágúst.

Stuttmyndin O eftir Rúnar Rúnarsson valin á Feneyjahátíðina

Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, O (Hringur), tekur þátt í keppni á Feneyjahátíðinni sem fram fer í september. Þetta var tilkynnt í morgun. Skemmst er að minnast þess að bíómynd Rúnars, Ljósbrot, var frumsýnd á Cannes hátíðinni í maí.

LJÓSBROT til Karlovy Vary, Sjón í dómnefnd

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson og stuttmyndin Vem ropar för Alvar eftir Önnu Jóakimsdóttur-Hutri verða sýndar á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Hátíðin fer fram dagana 28. júní til 6. júlí. Rithöfundurinn Sjón mun sitja í aðaldómnefnd hátíðarinnar.

LJÓSBROT Rúnars Rúnarssonar fær rúmar 22 milljónir króna frá Eurimages

Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar er á meðal verkefna sem hljóta styrki í annarri úthlutun Eurimages-sjóðsins á árinu 2023. Veitt er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári til samframleiðsluverkefna.

Verkefnið EINVERA eftir Ninnu Pálmadóttur vinnur til ArteKino verðlaunanna í Les Arcs

Einvera (Solitude), verkefni í þróun eftir Ninnu Pálmadóttur, vann á dögunum til ArteKino verðlaunanna fyrir besta verkefnið á Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi.

BERGMÁL og SÍÐASTA HAUSTIÐ keppa á Nordisk Panorama, GULLREGN til Toronto

Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson keppa um titilinn Norræn heimildamynd ársins á Nordisk Panorama. Gullregn Ragnars Bragasonar hefur verið valin á Toronto hátíðina.

BERGMÁL tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Bergmál Rúnars Rúnarssonar er tilnefnd fyrir Íslands hönd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt var um þær fimm kvikmyndir sem hljóta tilnefningu að þessu sinni á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Verðlaunin verða afhent þriðjudaginn 27. október næstkomandi í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík.

The Guardian um BERGMÁL: heillandi bútasaumur af íslensku jólahaldi

Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson er nú í boði á efnisveitunni MUBI og af því tilefni skrifar Ellen E. Jones, gagnrýnandi The Guardian, um myndina. Hún segir hana meðal annars upprennandi öðruvísi jóla-klassík.

BERGMÁL vinnur til verðlauna í Gimli

Kvikmyndin Bergmál í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar hlaut fyrir skemmstu sérstök dómnefndar verðlaun á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Gimli í Kanada.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR