Í umsögn dómnefndar segir: “O (Hringur) er sneisafull af hráum tilfinningum sem og sjónrænum ljóðum, myndin sýnir á falleg hátt meistaralega frásagnar hæfileika Rúnarssonar á aðeins 20 mínútum. Hún lýsir sálrænni nánd manns í vanda. Myndin býður upp á næma og fínlega upplifun þar sem hvert smáatriði hefur mikla vigt.”
Með þessum verðlaunum er O (Hringur) komin í forval til Óskarsverðlaunanna 2026.
Heather Millard framleiðandi segir af þessu tilefni: “Við erum auðvitað í skýjunum eftir að við fengum þessar frábæru fréttir. Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Rúnar var auðvitað tilnefndur til Óskarsverðlaunna 2006 fyrir Síðasta bæinn og kom það einmitt eftir að vinna Danzante verðlaunin 2005 fyrir þá mynd.“