Heimildamyndin STRENGUR fær tvennu í Brooklyn

Heimildamyndin Strengur eftir Göggu Jónsdóttur hlaut á dögunum tvenn verðlaun á Brooklyn Film Festival. Myndin hlaut svokölluð Spirit Award og Gagga var valin besti nýliðinn í hópi leikstjóra.

Myndin var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni um hvítasunnuhelgina.

Á bökkum Laxár í Aðaldal eru fjórar ungar konur að taka sín fyrstu skref sem leiðsögukonur. Áin tengist fjölskyldu þeirra órjúfanlegum böndum og stelpurnar eru sjöunda kynslóðin til að standa vaktina við ána. Þær eiga einstakt samband við hvor aðra, feður sína og náttúruna í kringum sig. Eftir því sem líður á sumarið eflist sjálfstraustið og færnin eykst. En á sama tíma er viðkvæmri náttúrunni storkað og um leið framtíð þeirra og fjölskyldufyrirtækisins.

Framleiðandi myndarinnar er Gaukur Úlfarsson fyrir Sagafilm. Klippingu annaðist Anna Karín Lárusdóttir, Björn Ófeigsson stjórnaði myndatöku og Sindri Þór Kárason sá um hljóðhönnun. David Berndsen gerði tónlist.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR