Ingvar E. Sigurðsson valin besti leikarinn á Clermont-Ferrand hátíðinni

Ingvar E. Sigurðsson var valin besti  leikarinn á Clermont-Ferrand hátíðinni í Frakklandi í gærkvöldi fyrir hlutverk sitt í stuttmyndinni O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson.

Myndin er framleidd af Heather Millard. Clermont-Ferrand hátíðin sérhæfir sig í stuttmyndum og er ein sú virtasta þeirrar tegundar.

O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR