Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut verðlaun samtaka evrópskra kvikmyndahátíða fyrir yngri áhorfendur á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Schlingel í Þýskalandi, sem fram fór í byrjun október.
Daniela Adomat formaður dómnefndar fór fögrum orðum um Ljósbrot í ræðu sinni. „Með naumhyggju og listrænni nálgun fangar Ljósbrot tilfinningalega dýpt og sýnir kraft samkenndar og vináttu á erfiðum tímum.“
Þetta eru sjöundu alþjóðlegu verðlaunin sem Ljósbrot hlýtur.