spot_img

LJÓSBROT verðlaunuð í Osló

Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar hlaut í gær aðalverðlaun Oslo Pix hátíðarinnar og var valin besta norræna kvikmyndin.

Jorunn Myklebust, formaður dómnefndar, sagði í ræðu sinni að á stuttum tíma fangi myndin fjölmargar tilfinningar eins og ást, umhyggju, reiði og afbrýðisemi.

„Í gegnum þetta litróf tilfinninga, ná sérstaklega aðalkvenpersónurnar að tengjast og saman með þeim færist áhorfandinn í áttina að von sem sigrar óttann. Ljósbrot er hrá, líkamleg og húmanísk saga sem getur skapað tilfinningalegan hljómgrunn hjá öllum.“

Þetta eru fimmtu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar en hún er jafnframt í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR