Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason hlaut á dögunum áhorfendaverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Ciné-Festival en Pays de Fayence í Frakklandi. Þetta eru áttundu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Ásgrímur Sverrisson fór á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fór á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina og gerði klippu um það allra helsta.
Klapptré hefur undanfarið ár birt nokkuð reglulega klippur þar sem fjallað er um ýmsa þætti íslenskrar kvikmyndagerðar, bæði það sem efst er á baugi hverju sinni sem og sögulegt efni í bland. Alls eru klippurnar nú 11 talsins og má skoða hér.
Gísli Snær Erlingsson tók við stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fyrir tveimur árum. Hann ræðir við Klapptré um reynslu sína af starfinu, hlutverk Kvikmyndamiðstöðvar, breytingarnar sem verið er að innleiða og loks stöðu og horfur í greininni.
Það er þessi tími ársins og komið að ársuppgjöri íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransans. Framleiðendurnir Anton Máni Svansson og Hlín Jóhannesdóttir fara yfir málin.