Á niðurskurðartímum í kvikmyndabransanum er Scanbox að ráða reynslumikla framleiðendur og plana stækkun á Norðurlöndunum. Hvað er í gangi? Þórir Snær Sigurjónsson forstjóri Scanbox ræðir við Nordic Film and TV News.
Nýtt evrópskt kvikmynda- og sjónvarpsstúdíó, Vuelta Group, hefur fest kaup á danska dreifingar- og framleiðslufyrirtækinu Scanbox ásamt ýmsum öðrum sambærilegum evrópskum félögum. Þórir Snær Sigurjónsson forstjóri Scanbox ræðir við Deadline um málið og framtíðarplön.
Morgunblaðið ræðir við Þóri Snæ Sigurjónsson, forstjóra Scanbox og framleiðanda um kvikmyndabransann á Norðurlöndum og framtíðaráætlanir fyrirtækisins.
Þórir Snær Sigurjónsson og samstarfsaðilar hafa fest kaup á Scanbox, einu helsta dreifingarfyrirtæki Norðurlanda, en Þórir hefur rekið fyrirtækið undanfarin ár. Scanbox hefur komið að fjármögnun og dreifingu margra íslenskra kvikmynda á undanförnum árum.
Tveimur árum eftir ótímabært andlát gerir Jóhann Jóhannsson stormandi lukku með kvikmyndinni Last and First Men sem því miður reyndist bæði fyrsta og síðasta leikstjórnarverkefni hans. Þetta skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir við framleiðandann, Þóri Snær Sigurjónsson.
Þýska sölufyrirtækið Films Boutique selur kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins, Last and First Men, en myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni. Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak framleiðir.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar fær alls 15 tilnefningar til Robert-verðlaunanna sem Danska kvikmyndaakademían veitir. Underverden, sem meðal annars er framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, fær 14 tilnefningar.
Þórir Snær Sigurjónsson finnur fyrir því að það sé meiri áhugi á íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en áður var, mun meiri en þegar hann byrjaði að vinna sem kvikmyndaframleiðandi. Hann segir að það sé meðal annars fyrir tilstuðlan Netflix.
Þórir Snær Sigurjónsson og félagar hans hjá danska framleiðslufyrirtækinu Profile Pictures framleiða kvikmyndina Underverden (Undirheimar) í leikstjórn Fenar Ahmad sem er á toppi danska aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Yfir fjörtíu þúsund manns sáu myndina um helgina.
Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur gengið frá sölu á dreifingarrétti í Bretlandi á kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, til Studiocanal. Einnig hefur myndin verið seld til þýskumælandi svæða, Ungverjalands og Tyrklands.
Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (París norðursins). Myndin gerist í Reykjavík samtímans og skartar þeim Steinda Jr., Sigurði Sigurjónssyni, Eddu Björgvinsdóttur, Þorsteini Bachmann og Selmu Björnsdóttur í aðalhlutverkum.
Íslendingar koma við sögu í tveimur þeirra kvikmynda sem valdar hafa verið á Cannes hátíðina í maí. Önnur er í aðalkeppninni og hin í Director's Fortnight.
Tökur á mynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, hefjast í næsta mánuði á Hesteyri á Vestfjörðum. Byggt er á samnenfdri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson fara með aðalhlutverkin. Zik Zak framleiðir ásamt Sigurjóni Sighvatssyni.
Almennar sýningar á Z for Zachariah, sem framleidd er af Sigurjóni Sighvatssyni, Þóri Snæ Sigurjónssyni og Skúla Malmquist og leikstýrt af Craig Zobel, hefjast í dag fimmtudag í Bandaríkjunum. Fjölmargir miðlar hafa fjallað um myndina og fær hún gegnumsneytt jákvæð viðbrögð. Með helstu hlutverk fara Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine.
Þórir Snær Sigurjónsson hefur verið framkvæmdastjóri dreifingar- og framleiðslufyrirtækisins Scanbox um nokkurt skeið. Hann er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um stöðuna hjá Scanbox, sem stefnir á að auka þátttöku sína í norrænni kvikmyndagerð.
Þær streyma inn stiklurnar og nú er það Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir, Tobey Maguire og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt fleirum. Myndin var sýnd við góðar undirtektir á síðustu Sundance hátíð en verður frumsýnd 21. ágúst. Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine fara með aðalhlutverkin, Craig Zobel leikstýrir.
Hálendið, eftir handriti og í leikstjórn Ragnars Bragasonar, er meðal sjö verkefna sem valin hafa verið á Nordic Genre Boost, sérstakt átaksverkefni Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.
Z for Zachariah í leikstjórn Craig Zobel var frumsýnd á Sundance hátíðinni um helgina og fjöldi gagnrýnenda hefur þegar tjáð sig um myndina. Viðbrögð eru mismunandi en fleiri eru ánægðir með myndina en ekki.
Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.
Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi hjá Zik Zak kvikmyndum tjáir sig um pistil Friðrik Erlingssonar á Fésbók og segist fagna gagnrýninni umræðu um fagið. Hann bendir á Danir séu lausir við alla meðvirkni þegar kemur að gagnrýnni umræðu um kvikmyndir og sjónvarp og spyr hvort einhver möguleiki sé fyrir Íslendinga að opna á líflega umræðu á sama hátt.