[Stikla] Þórir Snær framleiðandi toppmyndarinnar í Danmörku

Brot úr plakati Underverden.

Þórir Snær Sigurjónsson og félagar hans hjá danska framleiðslufyrirtækinu Profile Pictures framleiða kvikmyndina Underverden (Undirheimar) í leikstjórn Fenar Ahmad sem er á toppi danska aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Yfir fjörtíu þúsund manns sáu myndina um helgina.

Þórir Snær Sigurjónsson framkvæmdastjóri Scanbox.

Þórir Snær fagnar einnig dreifingarmegin en Scanbox Entertainment, sem hann stýrir, sér um dreifingu myndarinnar. Þórir Snær, sem dvalið hefur í Danmörku í rúm tólf ár, hefur ekki áður átt danska mynd á toppi vinsældalistans, en hann hefur framleitt á fimmta tug kvikmynda, bæði á Íslandi og víða erlendis.

Sjá nánar hér: Underworld with great opening weekend

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR